Kertasjúk

Nú er sá tími hjá mér þar sem ég er kertasjúk Smile Að vísu leggst ég ekki í rúmið af þessari kertasýki minni heldur loga hér sprittkerti í hverju horni. Helst lítið sem ekkert rafmagnsljós bara kertaljós Wink Jú það er náttúrulega betra að vera í náttfötum (þar sem ég er haldin þeirri sýki líka) svo ég tali nú ekki um þegar verðrið er eins og það er í kvöld. Logn smáúði og þoka niður eftir öllum hlíðum bara rómatískt og notalegt.

En svo fýkur öll rómantíkin út um gluggan um leið og rafvrikinn minn opnar útidyrnar Kissing og kemur askvaðandi inn og segir:

Hva er allt RAFMAGNSLAUST elskan Gasp


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

He he....ég ELSKA líka kerti. Það er eiginlega eina ljóið hér á kvöldin. Kerti eru æði!!!!!! Maður er eitthvað svo fallegur og rómantískur í framan meðan kertin loga .Minn maður bara rúkur á mig og kyssir í kertaljósabirtu..en ef ég er óvart með rafmagnsljósin á segir hann..Æ elskan mín..ertu þreytt????? Þetta er galdurinn á bak við 25 ára samband. Og að snúa alltaf andlitinu frá honum í dagsbirtu!!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 29.8.2007 kl. 21:42

2 Smámynd: Vilborg

Er svo mikið sammála þér með kertin....hreinlega elska þennan tíma.  Það er ekki einu sinni orðið dimmt þegar ég er búin að kveikja á kertunum mínum útum allt hús.  En ég verð að prófa að þetta ráð hjá þér Katrín því að minn maður er eins og rafvirkinn....hann dettur ekkert um rómantíkina blessaður

Vilborg, 30.8.2007 kl. 14:58

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

kerti hafa róandi áhrif. elska þau. Takk fyrir bónorðið og skemmtilegt komment mín megin

Jóna Á. Gísladóttir, 30.8.2007 kl. 23:20

4 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Takk sömuleiðis

Hlakka til að lesa fleiri pistla frá þér Jóna

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 30.8.2007 kl. 23:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband