Er farin að halda

að ég búi á flóðasvæði. Golfvöllurinn er ekki sjón að sjá Crying þar sem áður voru sandgryfjur eru nú litlar tjarnir.

Regnið fór heldur ekki fram hjá rafvirkjanum mínum þar sem hann var kallaður út í nótt.

Gulldrengurinn notfærði sér það og skreið upp í til mömmu. Í morgun þegar ég svo vaknaði var enginn rafvirki í rúminu W00t bara gulldrengurinn. Ég hélt að rafvirkinn væri ennþá að reyna að koma einhverjum dælum í gang, en sá hann, svo mér til mikillar undrunar, kúldrast í stofusófanum Sleeping

Vakti gulldrenginn og benti honum pent á hvar pabbi hans svæfi og sagði að ekki hefði verið pláss fyrir hann í rúminu okkar þegar hann kom þreyttur heim í nótt !!!

Þá sagði hann : hva getur hann ekki bara farið aftur að vinna á Akureyri !!!!!!!!


mbl.is Óvenjumikil úrkoma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já það er alveg hræðilegt að sjá þetta. 

Hahaha góður strákurinn þinn "hva getur hann ekki bara farið aftur að vinna á Akureyri"

Bryndís R (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 22:57

2 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Sko í fyrravetur var pabbi hans að vinna á Akureyri, og þú getur nú rétt ímyndað þér hvar hann svaf á meðan

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 27.9.2007 kl. 23:02

3 Smámynd: Guðný GG

Thí hí þekki þessa rigningu vel ,bjó í 810 2001-2006 og kynntist henni vel á þeim tíma

Guðný GG, 28.9.2007 kl. 09:56

4 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Saga var sögð af einum fyrsta ritstjóranum mínum sem var vakinn og sofinn í vinnu sinni. Einhverju sinni átti hann erindi heim til sín í björtu og þá segir sagan að eitthvert barna hans hafi komið þjótandi inn og hrópað: „Mamma, mamma, hann er kominn karlinn sem sefur hjá þér á sunnudögum!“

Svo það er ekki endilega nauðsynlegt að fara norður á Akureyri…

Sigurður Hreiðar, 28.9.2007 kl. 12:25

5 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Guðný : það er þess vegna að hér er svo gróðursælt og fallegt

Sigurður Hreiðar : svona er þetta stundum hér  en einhvern vegin tekst strákunum mínum að muna nafnið á pabba sínum

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 28.9.2007 kl. 14:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband