Karnivalinu frestað

Við erum að rigna niður hér í "Hördí gördí" og svo allt fari nú ekki á flot aftur bið ég þig að fara og upp og skrúfa fyrir, ég myndi fara sjálf en þar sem ég er svolítið lofthrædd á ég von á að bugast þegar ég er komin hálfa leið. En á meðan það rignir ennþá verður

Frestun afmælisdagsskrár
Vegna óhagstæðs veðurútlits á morgun  er afmælisdagskránni sem vera átti á morgun, föstudag, frestað til mánudagsins 8. október.

PLÍS SKRÚFA FYRIR NÚNA !!!!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rétt að segja það að þessi rigning sem virðist vera orðin krónískt ástand hún kom ekki með mér þegar ég flutti hingað.

kv Sæmi

Sæmi (IP-tala skráð) 4.10.2007 kl. 22:11

2 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Sko...það er bara komið að ykkur núna. Við létum yfir okkur rigna í nokkra mánuði um mitt SUMAR á meðan þið spókuðuð ykkur um löðrandi í sólarólíum og grillolíum Hulda mín.

Og veistu að það þýðir ekkert að biðja himnana að skrúfa fyrir.....þeir auka frekar rennslið þarna uppi og henda niður nokkrum rósóttum regnhlífum. Svona er bara lífið.

En ég skal athuga hvort þið getið fengið að halda hátíðna hér...svo mikil sól og blíða akkúrat núna.

Ok???

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 5.10.2007 kl. 13:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband