Gúllassúpan !!!!

Latur og frú og buðu okkur hjónum í gúllassúpu nýliðna helgi (maður er varla búin að snúa sér við í rúminu þegar það er aftur komin helgi)  ásamt okkur var vinur okkar sem er tæknistjóri hjá RÚV. Ekki slæmur félagsskapur það Smile og frábær Gúllassúpa Wink

Umræðurnar snerust nú svolitið um Friðarsúluna, þar sem tæknistjóri RÚV var nú á leið út í Viðey að sjá til þess að herlegheitin kæmu nú beint inn í stofu til okkar (þ.e.a.s. okkur sem voru ekki boðin) Átti hann að aka upptökubílnum upp á pramma sem var litlu breiðari en bílinn og flytja hann út í eynna. Það sem angraði vin okkar mest var að hann er ekki vanur að aka þessum bíl og var hræddur um að eitthvað færi úrskeiðis. Hann var farin að sjá fyrir sér fyrirsagnir blaðanna "39 ára gamall vörubílstjóri (sem hann er EKKI) fór í sjóinn ásamt tæknibíl RÚV"

Huggunarorð okkar voru þau að hann skyldi þakka fyrir að vera ekki orðin fertugur því þá myndi fyrirsögnin hljóma svona: Vörubílstjóri á fimmtugsaldri fór í sjóinn ásamt tæknibíl RÚV.

Hef ekkert heyrt frá honum síðan !!! Frown

En um nóttina eftir gúllasúpuna góðu, vaknaði (er ekki vön að vakna á næturnar) alveg fullviss að ég væri að fá ælupest Sick og það eina sem ég hugsaði um var að ég má ekki fá ælupest því það er bara til mjólk í ísskápnum !!!

Svo vakna ég betur og átta mig á því að að ég er með brjóstsviða ! Fer í eldhússkápinn að ná mér í matarsóta (gamalt húsráð) og ég gæti þess alltaf að lesa vel á staukana svo ég lendi ekki í því sama og maður hér í bæ!! Hann ætlaði sko aldeilis að fara eftir húsráðinu gamla Wink fer um miðja nótt að fá sér matarsóda í vatni, en ekki lagaðist brjóstsviðinn Woundering. Svo hann vakti frúnna sína og sagði gamla húsráðið ekki virka og honum væri svo bumbult!! Fór svo að hún fór með bónda sínum í eldhúsið að gá hverju sætti, sér þá að á eldhúsborðinu stendur LYFTIDUFTSSTAUKURINN !!!!!!!!!  Svo ég LES ALLTAF og það klikkar ekki matarsódinn virkar.

En þetta er ekki búið um morguninn þegar rafvirkinn vaknar segir hann við mig hvaða krydd var í gúllassúpunni í gær ???? Ég ætlaði að vekja þig í nótt að því að ég hélt að ég væri að fá HJÁRTAÁFALL !!! en fattaði svo að þetta var bara brjóstsviði !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Skemmtilegu færsla.. hló mig í gegnum hann:) takk fyrir mig!

Heiða B. Heiðars, 12.10.2007 kl. 17:26

2 identicon

Hahaha. Ég hefði lekið niður á gólf ef að ég hefði orðið vitni af "Lyftiduftsraunum" húsbóndans. Alla vega hló ég slatta núna

Bryndís R (IP-tala skráð) 12.10.2007 kl. 20:42

3 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

sko "maður hér í bæ" segji ekki meir !!!!!

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 12.10.2007 kl. 21:21

4 identicon

Já ok. Las þetta sem hér Á bæ. My bad

Bryndís R (IP-tala skráð) 12.10.2007 kl. 22:35

5 Smámynd: Halldór Sigurðsson

Frábær færsla - Og rúv maðurinn ,hanns harmleikur með bílin og fyrirsagnir í blöðum - alger snilld

Halldór Sigurðsson, 13.10.2007 kl. 21:54

6 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

hehe

Jóna Á. Gísladóttir, 13.10.2007 kl. 23:15

7 Smámynd: Heidi Strand

Skemmtileg saga.

Heidi Strand, 14.10.2007 kl. 11:43

8 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Get sagt ykkur frá því að tæknistjóri RÚV er í fullu fjöri , hittum hann í gærkveldi og þetta gekk   en hann tapaði símanum sínum.

Svo ef einhver er að kafa á milli sunahafnar og Viðeyjar og finnur síma þá á tænistjórinn hann !!!

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 14.10.2007 kl. 13:04

9 identicon

hahaha snilld maður gamala góða lyfitduftið, mig minnir að maður þurfi að vera alveg rólegur og ekki hreyfa sig þegar lyftiduft er til staðar því þá fellur það allaveganna þá mátti maður ekki koma nálægt ofni eða skella hurðum þegar var verið að baka með lyftidufti í gamladaga þannig að eins gott að rafvirkinn skuli ekki hafa lagst niður og slakað á hann hefði getað endað með stærri bumbu enn ég, annars þá er ég kominn með nýjan síma og vörubifreið ríkissjónvarpsinns fer í viðgerð í vikunni líklegast,

kveðja

tænistjórinn (IP-tala skráð) 16.10.2007 kl. 10:37

10 Smámynd: Vilborg

Hvernig væri að kría út uppskrift frá Lat og frú....hljómar einkar spennandi þessi súpa, örugglega sterk og góð...svona ekta þjóðhátíðarsúpa (fyrir utan laugardagskjötsúpuna)!  Muna bara að kaupa brjóstsviðatöflur áður en maður borðar!

Vilborg, 16.10.2007 kl. 11:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband