Vikan sem leið

hef ekki haft tíma til að setjast niður og blogga, á mér víst líf! Því hefur verið fleygt að bloggara eigi sér ekkert líf en ég er ekki sammála, því allir bloggarar sem ég les eiga sér alveg bráðskemmtilegt hversdagslegt líf sem þeir eru ófeimnir að deila öðrum Smile

En byrjum á gleðifréttum, meðgöngu Klettahlíðar er lokið W00t í gær var loks lokið við að malbika götuna Smile við erum alsæl yfir að þessu sé nú loks lokið (ætlaði að setja inn myndir en finn snúruna hvergi, álfarnir hafa fengið hana lánaða og skila henni örugglega von bráðar).

En hvítsunnuhelginni eyddum við norður á Akureyri Wink kærkomið frí eftir erilsaman vetur, reyndar var vetrarfærð á norðurleiðinni á föstudag en strax um hádeigi á laugardag var veðrið orðið betra. Mér finnst alltaf vera svolítill Færeyskur blær á öllu á Akureyri, meira að segja löng götunöfn eins og Helgamagrastræti, Gránufélagsgata og Munkaþverárstræti hljóma hálf Færeyesk svo ég tali nú ekki um Fjallið, Gilið, Eyrina, Pollinn og Þorpið. Og ekki var verrra að vera í góðum félagsskap  hitta óvænt hina Fáskrúðu Álný og fjölskyldu Heart og þiggja kaffi hjá Bóbó bróðir og fjölskyldu á Blöndósi Heart takk fyrir það þið eruð ÆÐI

Veðrið hefur verið frábært alla vikuna og því fylgir stríð við gulldrenginn Frown hann er í prófum en mjög erfitt hefur verið að fá inn og lesa, skiljanlega, honum finnst hann eigi bara að fá að vera úti þegar veðrið er svona gott GetLost hann er löngu byrjaður að telja skóladagana sem eftir eru Tounge

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Til lukku með að gatan er orðin malbikuð, það eru víst fleiri sem hafa takmarkaðan tíma þessa dagana. Knús á þig Hulda mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.5.2008 kl. 09:30

2 Smámynd: Kristrún Heiða Þórarinsd Busk

það var nú kominn tími til að gatan yrði kláruð þetta er búið að taka svona já ALLT OG LANGAN TÍMA ;) við gerðumst einmitt svo fræg að keyra hana í dag ekkert smá flott ;)

kv úr borgarheiðinni

Kristrún Heiða Þórarinsd Busk, 18.5.2008 kl. 21:32

3 identicon

Það er kannski að maður fari að kíkja í kaffi fyrst það er búið að opna mín megin  orðið ansi langt síðan síðast.

Sæmi (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 08:46

4 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Hver veit nema ég kíki með þér Sæmi

Heimir Eyvindarson, 19.5.2008 kl. 11:16

5 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Það er alltaf til kaffi í Klettahlíðinni og þið eruð meira en velkomnir  sérstaklega á miðvikudag kl 18:30  !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 19.5.2008 kl. 22:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband