Þegar að daglegt líf fer úr skorðum

Síðustu tveir dagar hér í Hveragerði hafa verið mjög svo sérstakir. Við hér í Klettahlíðinni höfum verið ótrúlega lánsöm og ekki talandi um það litla sem brotnaði hjá okkur, og þökkum Guði fyrir að enginn slasaðist alvarlega.

Þó að oft hafi jörð titrað hjá okkur þá er það ekkert í líkingu við þann jarðskjálfta sem kom um kaffileytið á fimmtudag. Ég var ein heima með hundspottið sem við erum að passa. (Hún hafði reyndar stungið feðgana af í hádeiginu sem er henni ólíkt!). Mín fyrstu viðbrögð voru að fara út og hugsunin hvar í "#"#$%/(((%$ eru strákarnir mínir. Gat ekki farið að velta mér upp úr því þar sem ung nágrannakona mín stóð í öngum sínum með litlu drengina sína tvo, annan berbossaðan á handleggnum og hinn hágrátandi við hlið sér og kallaði hvað á ég að gera?

Rafvirkinn fór í útkall með slökkviliðinu, klaufdýrið með hjálparsveitinni,gulldrengurinn kom heim og úti á palli sátum við nágrannakonan með börnin okkar. Þar vorum við þangað til maðurinn hennar kom og sótti hana og börnin og þau brunuð til Reykjavíkur.

Svo dreif ég mig niður í vinnu, það var aðdáunarvert að sjá hvað þær sem voru í vinnunni voru búnar að koma öllu fólkinu út í stóla með teppi og kaffisopa og allir heilir og rólegir.

Held að það sé í eðli okkar þegar svona stendur á að vera innan um fólk, því þegar ég fór að tala við samstarfskonur mínar og spyrjast fyrir um tjón, þá höfðu margar þeirra orðið fyrir miklu tilfinninga og eignatjóni, en þær höfðu ákveðið að glerbrotin færu ekki neitt og betra væri að gera eitthvað gagn en að sitja fyrir utan heimili sín með líf sitt í molum innan dyra.

Allir höfðu upplifað það sama, en hver og einn á sinn hátt.

Dagleg rútína fer úr skorðum þeir mæta í vinnu sem geta og treysta sér til og tíminn hverfur, svefnleysi hrjáði marga í gær og heilinn gekk hægagang.

Þrátt fyrir mikla þreytu hjá okkur hér heima í gærkveldi var einhvernveginn erfitt að leggjast í rúmið. Stanslausir eftirskjálfar þó svo að hlé hafi komið um miðjan dag í gær þá jukust þeir aftur í gærkvöldi. En við sváfum í nótt.

Það var erfitt fyrir okkur að hringja og láta vita af okkur, en það virtist auðveldara fyrir fólk að ná í okkur og langar mig að þakka öllum fyrir þá umhyggju og væntumsemi sem þið hafa sýnt okkur og það er góður stuðningur að heyra í ykkur Heart

Vikurnar sem framundan eru þegar líf okkar hér í bænum kemst í rétt horf, þá kemur kannski enn betur í ljós hvernig áhrif þetta hefur haft og þá sér í lagi á börnin okkar. Við sem borið höfum saman bækur okkar í þeim efnum erum á því að þau börn sem voru innan dyra, þegar skjálftinn kom, eru mun hræddari en þau sem voru úti við leik.

En það má ekki tapa niður húmornum í dagsins önn og fyrir ykkur þarna úti ÞÁ ER Í LAGI MEÐ MALBIKIÐ Smile


mbl.is Eftirskjálftar halda áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Halló englar - yndislegt að heyra að þið séuð öll í góðu standi og húsið í góðu standi - get ekki sagt annað en að við hér vorum svo fegin að gamla var komin í sveitina en var ekki á sjúkrahúsinu á Selfossi -

Knúúúúss á alla sem við þekkjum

Eygló og co (IP-tala skráð) 31.5.2008 kl. 23:59

2 identicon

Hae hae, gott ad heyra ad tid sluppud svona vel... Kallinn minn fekk sms fra einhverjum sem vid enn vitum ekki hver var a fimmtudaginn til ad lata okkur vita af jardskjalftanum, horfdi a frettir a netinu og fekk frettir af ykkur fra henni mommu minni...

Vonandi kemst hveragerdin aftur til hversdagsleikans sem fyrst og litlu krilin og folkid sem vard fyrir miklu tjoni jafnar sig sem fyrst...

Langadi bara ad lata vita ad eg er buin ad vera ad hugsa til ykkar.

Knuuus fra Englandi og fae ad kikja a nyju hvernia naest tegar eg kiki a klakann...

Sunneva (IP-tala skráð) 1.6.2008 kl. 19:51

3 Smámynd: Vilborg

Var svo fegin að heyra að þið hefðuð sloppið svona vel...hugsaði mikið til ykkar og malbiksins...(var ný búin að lesa malbiksfærslu...hehehe)

En að öllu gamni slepptu að þá er það Guðs lukka að ekki fór verr og ég get bara ekki ímyndað mér það sem þið eruð að ganga í gegnum þessa dagana!

Farið vel með ykkur

KNÚS

Vilborg, 2.6.2008 kl. 01:14

4 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Það er gott að búa í Hveragerði , líka gott að malbikið stóðst álagið

Heimir Eyvindarson, 2.6.2008 kl. 21:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband