Þarf að vakna klukkan sex

í fyrramálið til þess að koma gulldrengnum út úr rúmi !!!!!

Af hverju? Vegna þess í þessu 2000 manna bæjarfélagi sem við búum í er íþróttahúsið löngu sprungið utan af þeim sem það nota og ef hann ætlar sér að æfa körfubolta í vetur þá verður hann að mæta klukkan 6:30 á miðvikudagsmorgnum W00t

Íþróttahúsið í úrígúrí

Þess má geta að á Skála í Færeyjum búa 600 manns og svona er þeirra íþróttaaðastaða nota bene íþróttahúsið hjá þeim þjónar líka tilgangi félagsheimilis, patent á efri hæð er mötuneyti og stór salur auk þess sem fjölmennari hátíðir eru haldnar í íþróttasalnum sjálfum

íþróttahúsið með græna þakinu og fótboltavöllur

með stúku !!!!

Því miður á ég ekki mynd af okkar fótboltavelli, en þar er svo sem ekkert annað en völlurinn sjálfur!!!!

Þetta er ekki búið því nú er gulldrengurinn að fara upp um flokk i fótboltanum, 4. flokk og undanfarin misseri hefur hann notað aðstöðuna í Þorlákshöfn, finnst ykkur þetta hægt??? Ég bara spyr

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Karl Tómasson

Mín kæra Hulda.

Þetta kemur allt saman án vafa hjá ykkur. Þú manst það nú mæta vel þegar við Mosfellingar áttum ekkert íþróttahús. Allt í einu var þar svo reist eitt það stærsta og glæsilegasta á landinu.

Síðan er það mörgum sinnum búið að vera barn síns tíma og við höfum ekki undan að reisa mannsæmandi aðstöðu fyrir allar tegundir íþrótta.

Þetta kemur allt saman með kalda vatninu, eða öllu frekar því heita hjá þér og ykkur.

Bestu kveðjur til gulldrengsins og í þinn einstaka bæ frá Kalla Tomm úr Mosó.

Karl Tómasson, 23.9.2008 kl. 23:23

2 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Ætli íþróttahúsið hér í bæ hafi ekki verið reist á svipuðum tíma og fyrsta húsið í Mbæ. síðan eru liðin MÖRG MÖRG ÁR........................og alveg sama hver hefur verið við stjórn ÞAÐ HEFUR EKKERT GERST

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 23.9.2008 kl. 23:28

3 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

En takk fyrir góða kveðju Kalli  (aðeins of æst núna)

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 23.9.2008 kl. 23:29

4 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Það sem er kannski alvarlegast af þessu íþróttahússmáli öllu saman er að hjallinum hefur ekki einu sinni verið haldið við. Ekki veit ég hvernig pólitík það er að láta þær litlu eiginir sem maður þó á grotna niður vegna aðgerðaleysis. Það þætti ekki góð húsmóðir sem stagaði ekki í sokkana jafnóðum heldur henti og keypti nýja. Ennþá verra er að hvorki staga né kaupa nýtt og hafa fólkið sitt eins og þurfalinga.

En það er svona þegar þarf að malbika allt sem flatt er, halda úti þremur skólastjórum í 500 barna skóla (skilst að það standi nú til bóta) og kæra svo kollega sína í bæjarpólitíkinni fyrir afganginn. - þá er ekki von á íþróttahúsi eða öðru álíka.

En hvern fjandann veit ég!

Soffía Valdimarsdóttir, 24.9.2008 kl. 13:44

5 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Soffía þetta er grátlegt, eins vill ég meina að einsetning á skólanum hafi gert það að verkum að það var nauðsynlegt að stækka skólann, hefði kannski mátt vera tvísetinn áfram á landsbygðinni

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 24.9.2008 kl. 17:36

6 identicon

Halló eiga börn og foreldrar að rífa sig upp um "miðja nótt" svo að hægt að stunda íþróttir?? Síðan eiga krakkarnir eftir að vera í skólanum þannig að dagurinn verður ansi langur hjá þessum greyjum. Vonandi er ekki heimanámið eftir sem þarf að gera í lok dags, veit að minn er ekki spenntur fyrir því ef hann er þreyttur Þið fáið vonandi flott íþróttahús innan tíðar.

Lísa Margrét Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 18:26

7 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Takk Lísa, en ég sé það ekki í bráð, langur dagur hjá 12 ára börnum á miðvikudögum er hann í skólanum til þrjú á daginn og jú það er alltaf einhver smá heimavinna

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 24.9.2008 kl. 21:12

8 Smámynd: JEG

Já ég man þá tíð að íþróttahúsið í Mosó var nýtt þá þurfti ég að fara í leikfimi þar  já og síðan er liðn möööööööööööörg ár.

Úfff ég öfunda þig ekki að vakna svona snemma ég þurfti svona snemma upp í morgun til að framvísa fénu í slátuhúsið og þetta er full snemmt fyrir mig sko.

knús og kveðja úr sveitinni. 

JEG, 24.9.2008 kl. 23:25

9 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Já þetta er fyrst og fremst sorglegt allt saman. Maður missir sig auðvitað í leiðindi og pirring yfir þessu stundum þótt það sé ekki svarið.

Einsetningin var og er mistök í svefnbæ eins og Hveragerði - og fokdýr framkvæmd sjálfsagt líka þótt ég þekki það ekki til hlýtar.

Ég veit svei mér ekki hvað er hægt að gera og öfunda ekki valdhafa af stöðunni - við auglýsum okkur jú sem fjölskyldubæ.............

Soffía Valdimarsdóttir, 26.9.2008 kl. 20:00

10 identicon

Hver er þriðji maðurinn(skólastjórinn)!!!!!!!!!!!!!!

"utangáttahvergerðingur" (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 21:34

11 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Páll Leó hefur verið þriðji maðurinn en er nú í námsleyfi fer síðan til Grindavíkur sem skólastjóri, svarar þetta þér utangáttahvergerðingur

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 26.9.2008 kl. 22:24

12 identicon

Já takk fyrir þetta, ég var búin að gleyma þessum manni, ég sá hann nefnilega aldrei og hef ég nú farið þær nokkrar ferðirnar inn í þessa byggingu.

Kveðja, 

"utangáttahvergerðingur" (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 11:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband