Lukkunar pamfíll

þeir sem okkur þekkja vita að ég hef fengið ófá skilaboð í gegnum tíðina að koma á slysvarðastofuna eða það þurfi að fara á slysvarðstofuna með klaufdýrið eða rafvirkjann.

Í tvö skipti hef ég orðið skelfingu lostinn, þegar skilaboðin hafa borist mér, í fyrra skiptið þegar ég fékk skilaboð um að strákarnir mínir allir væru á slysó eftir að bíllin hafði oltið og seinna skiptið þegar kveiknaði í hjá hjálparsveitinni, vitandi að klaufdýrið mitt var þar inni.

Ég var því pollróleg í dag þegar hringt var í mig úr skólanum og mér sagt að gulldrengurinn minn hefði dottið. Reyndar er mér sagt að það sé búið að hringja á sjúkrabíl.

Þegar ég kem svo niður í skóla liggur hann á jörðinni, tveir kennarar hjá honum og hann með allar yfirbreiðslur sem fundust í skólanum ofan á sér, svo honum yrði ekki kalt. Gat sig ekki hreyft.

Mömmuhjartað mitt tók svakalegan kipp þar sem ég sá strákinn minn, hugsanir sem þutu í gegnum huga minn, var þetta alvarlegt, mjög alvarlegt, skyldi hann, þessi mikli íþróttaálfur geta gengið í framtíðinni eða var þetta vendipunkturinn, það er akkurat svona sem hlutirnir gerast.

Sjúkrabíllin kom og með honum frábærir sjúkraflutningsmenn, við fórum á Sjúkrahúsið á Selfossi og þar voru myndir teknar af bakinu hans og guð sé lof hann var bara tognaður.

Veit ekki hvaða lukkudufti er stráð yfir okkur en ég er mjög þakklát fyrir það Halo

þessi viðeigandi það er í lagi með mig Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Bestu kveðjur í bæinn  

Heimir Eyvindarson, 28.10.2008 kl. 21:14

2 Smámynd: JEG

Ææjjjj ég vona að það sé ekki slæmt þó hann hafi tognað.  Það getur verið lúmskt.  Innileg kveðja úr sveitinni og passaður nú vel að hann fari varlega því það er betra að vera aðeins lengur og jafna sig heldur en of fljótur og eiga lengur í tjóni. 

Knús og klemm á ykkur kæra famelý.

JEG, 28.10.2008 kl. 21:21

3 identicon

Bestu kveðjur í bæinn - vona að drengurinn nái að HVÍLA sig í bakinu, þó það sé örugglega ekki á dagskránni nú þegar snjórinn lætur sjá sig.

 Knús á mannskapinn allann

Eygló og co (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 09:27

4 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Já það er svo margt sem við getum þakkað fyrir - einn koss á bágtið frá mér..........

Soffía Valdimarsdóttir, 29.10.2008 kl. 11:50

5 identicon

Sem betur fer fór þetta betur en á horfðist. Vona að hann nái sér fljótt og að þetta fari vel.

Hulda Katla (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 14:55

6 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Æ æææ...gott að þetta var ekki alvarlegra. Knúsaðu frændann frá okkur öllum hér í Vesturbænum og skilaðu bataóskum til hans. Úff.það er svo hræðilegt þegar maður veit ekki hvernig ástandið raunverulega er þegar börnin manns meiða sig.

kærleikskveðjur 

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 30.10.2008 kl. 14:44

7 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Högni Jóhann Sigurjónsson, 31.10.2008 kl. 19:42

8 identicon

Æ enn gott að ekki fór verr....slembilukka yfir gulldrengnum.

Ásta Lóa (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 01:59

9 Smámynd: Vilborg

Gott að ekki fór verr!  En þetta er skelfileg tilfinning

KNÚS til ykkar allra

Vilborg, 3.11.2008 kl. 00:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband