Nauðsyn saumaklúbba

Sætasti saumóinn ætlar að hafa það náðugt um helgina, við ætlum saman í sumarbústað, þess á milli (sem við höfum það náðugt) ætlum við að sauma, þæfa, föndra, hlægja og prjóna fá okkur brjóstbirtu og góðan mat Heart

Við höfum verið saman í saumaklúbb óslitið í 18 ár og margt brallað á þeim tíma, þess vegna langar mig að birta hér færslu sem ég bloggaði í september 2005, titillinn var "Nauðsyn saumaklúbba" held að það sé við hæfi að rifja það upp svona á síðustu og verstu:

Nú haustdögum þegar saumaklúbbarnir fara að krúnka sig saman á ný eftir sumarfrí finnst mér alveg tilvalið að segja ykkur að saumaklúbbar eru bráðnauðsynlegir þó að í dag fari nú lítið fyrir saumum( ég ætla ekki að móðga neinn í mínum eru tvær sem halda í hefðina) .

Í saumó er allt leyfilegt það má borða hvað sem er ,drekka hvað sem er og segja hvað sem er, það má hlægja,gráta og vera fúll allavega þegar maður mætir en það besta er að maður losar sig við fýluna og allar aðrar áhyggjur og  fyrir vikið komum við heim svo ofsalega glaðar sambúendum okkar til mikillar gleði og allt sem er sagt í saumó fer ekkert lengra.

Stelpur sparið ykkur sálfræðinginn,prozakið og drífið ykkur í "saumklúbba" og sjá þið munið líta bjartari daga Heart

Sjáiði bara hvað við erum sætar, svo ég tali nú ekki um maka okkar Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Já það kemur sko EKKERT í staðinn fyrir konuklúbba!

Góða skemmtun mín kæra - bið að heilsa í bústaðinn.......

Soffía Valdimarsdóttir, 6.11.2008 kl. 20:38

2 Smámynd: JEG

Já þarna sé ég allavega 2 konur sem ég kannast við.  Svona er heimurinn lítill.  Og nú skil ég hvers vegna þú varst að spyrja mig um Mosó því þetta eru Mosalingar.

Góða semmtun essgan. 

JEG, 6.11.2008 kl. 22:22

3 Smámynd: Kittý Sveins

Já.. mikið er ég sammála þér..

Fátt mikilvægara en að komast í hittinga með vinkonunum!

Við höfum reyndar ekki einu sinni saumað.. þannig að það er ekki kallað saumó hjá okkur.. ;) Spurning hvort að maður taki það upp í ellinni ;)

Kittý Sveins, 7.11.2008 kl. 12:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband