Ég vil ekki vera hluti að vandamáli, ég ætla að verða heild af lausninni

Er einhver sammála mér?

Vandamál eru til þess að leysa þau, ekki satt. Þá er um að gera fyrir okkur Íslendinga að leggja höfuðið í bleyti og reyna að koma með lausnir.

Það eina sem stjórnin í þessu landi hefur komið með, sem lausn af vandamáli heimilana er frysting lána, sem hver heilvita maður veit að er engin lausn heldur seinni tíma vandamál.

Nú á ríkið bankana, bankarnir eiga okkur og við erum ríkið.

Það hefur allt hækkað og afborganir af lánum hvað mest við þurfum jú að lifa og láta hjólin snúast.

Ég veit þetta er einföldun en dæmið gæti litið einhvernvegin svona út:

segjum að þú hafir 250 þúsund til að moða úr um hver mánaðarmót, hingað til hefur bankinn tekið 150 og þú haft 100 til að lifa af. Í dag vill bankinn fá 200 og þú heldur eftir 50, sem þú getur ekki lifað af, þér tókst þó að lifa af 100.

Hvernig væri að bankinn héldi bara áfram að taka þessi 150, greiði og semji í samræmi við það, það gæti allt tekið lengri tíma en allir fá þó eitthvað.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Bendi þér á þessa línu:

Með bestu kveðju

Sigurður Hreiðar, 23.11.2008 kl. 21:43

2 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Já það hlýtur að vera öllum í hag að fólk fái að borga það sem hver og einn ræður við frekar en að þúsindir heimila verði keyrð í gjaldþrot. Þótt margir væru með þessu móti tæknilega gjaldþrota mætti halda samfélaginu gangandi og lágmarka innheimtukostnað og andlegt skipbrot fjölda manns.

Góð hugmynd - þjóðþrifamál!

Soffía Valdimarsdóttir, 23.11.2008 kl. 22:22

3 Smámynd: JEG

JEG, 23.11.2008 kl. 23:48

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Er ekki alveg að fatta þetta Hulda mín.  En ég vil líka vera hluti af lausn en ekki vandamáli.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.11.2008 kl. 23:48

5 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Ásthildur held þetta sé kallað jafnaðargreiðsla

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 27.11.2008 kl. 17:01

6 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Mér finnst þetta fín hugmynd. Með þessu móti væri a.m.k. hægt að bjarga einhverju. Það er ekki verið að bjarga neinu í þeim "björgunaraðgerðum" sem nú standa yfir. Allavega engu "venjulegu" fólki. Það þarf bara að gjöra svo vel að borga og brosa. Eins og venjulega.

Heimir Eyvindarson, 27.11.2008 kl. 22:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband