Nú árið er liðið

í aldanna skaut og aldrei það kemur til baka......................... hjúkk var farin að hafa áhyggjur af því að á miðnætti annaðkvöld mundi allt endurtaka sig.

En árið hefur verið erfitt, sárt, gleðilegt, hlægilegt, yndislegt, grátlegt, broslegt það hefur verið kalt, heitt, rigning, snjór, sól, logn og rok, allt þar á milli ef það er hægt.

Umfram allt á ég frábæra fjölskyldu, yndislega vini, vinnufélaga, nágranna, bæjarfélaga ( og bloggvini) sem hafa gefið mér margt og gert mig að því sem ég er í dag Heart

Ég er ánægð með mig og mína á þessum tímapunkti, get ekki sagt það sama um ástandið á Íslandi en í hjarta mínu vona ég að við Íslendingar réttum úr okkur og fáum fólk við stjórnvöldin sem þora, geta og vilja.

Þakka allar fallegu jólakveðjurnar og óska ykkur velfarnaðar á nýju ári með ástarþakkir fyrir liðnar og ljúfar stundir.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Já satt segirðu, það er margt sem ber að þakka......

Soffía Valdimarsdóttir, 30.12.2008 kl. 21:20

2 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Það er margt að þakka, það má ekki gleyma því, t.d. þá skilur gróðærið eitthvað eftir sig, vþað fóru fleiri í fleiri og stærri ferðalög og það fóru fleiri í að endurnýja bílinn sinn og fleiri endurnýjuðu húsnæðið á einhvern hátt.

Við Íslendingar stöndum saman og rífum okkur uppúr þessu, það versta er að við rífum þá gráðugu líka upp og losnum ekki við þá.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 31.12.2008 kl. 13:05

3 Smámynd: JEG

JEG, 2.1.2009 kl. 00:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband