Á skíðum skemmti ég mér ...........

Sú gamla dustaði rykið af skíðunum sínum og fór í Bláfjöll í gær með Tollaranum hennar Slembru vinkonu. Hann hafði farið með gulldrenginn og sinn snemma í gærmorgun, kom svo heim að skila dóttlunni sem var útkeyrð og ákvað að fara aftur, þar sem það var opið til tíu í gærkvöldi grunaði okkur að drengirnir væru ekki tilbúnir að koma heim. Svo ég skellti mér með og var á skíðum til að ganga hálf níu í gærkvöldi í geðveiku veðri og frábæru færi Smile

Ástæða þess að opið var svo lengi var að haldin var fjölskylduskemmtun sem var fjáröflun um leið fyrir Breið Bros (samtök holgóma barna)

En ég fór að hugsa þegar ég sá öll þessi flottu ungmenni þarna uppfrá á laugardagskvöldi að skemmta sér. Af hverju er ekki opið á föstudags og laugardagskvöldum, þegar veður leyfir, svona til miðnættis????  Svo er líka sjarmerandi að renna sér í flóðljósunum Wink

Hvað er heilbrigðara hjá ungu fólki en að vera uppi á fjalli í góðum félagsskap, heldur en að hanga kannski niðrí bæ.

Þetta eru nú ekki svo margir mánuðir á ári sem hægt er að renna sér.

Sé gulldrenginn alveg fyrir mér fara frekar þangað en t.d. í bíó.

Ég hvet ÍTR til að skoða þennan möguleika.

En annars var klaufdýrið alla síðustu viku á Dalvík, já hann fór í skíðaferðalag með elsta stigi á Reykólum. Það gekk áfallalaust hjá honum Cool 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Góð hugmynd Hulda mín.  vonandi verður tekið vel í hana.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.3.2009 kl. 10:55

2 Smámynd: JEG

Svo sammála þér ....skil ekki hvers vegna það er ekki haft opið eins og hægt er ef veður er gott.  Usss ég hef ekki stigið á skíði síðan "89 sko......já sælll 20 ár takk   Knús og kveðja úr fannfergi norðursins. 

JEG, 9.3.2009 kl. 12:50

3 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Já ég hef lengi sagt það, þú og Óli yrðuð fyrirmyndar par. Aftur líst mér ekki á mig og Hannes. Það yrði fljótlega lögreglumál úr því er ég hrædd um.

En frábær hugmynd með kvöldopnun í Bláfjöllum.

Soffía Valdimarsdóttir, 9.3.2009 kl. 14:09

4 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

við Óli gætum ekki lifað án ykkar Hannesar, við yrðum grumpy og svöng

í öllum komandi skíðaferðum (sem við nota bene planlögðum í Bláfjöllum)  þurfum við kokk og uppvaskara og skemmtun

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 9.3.2009 kl. 17:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband