Bloggfærslur mánaðarins, september 2007

Í bað með Bergsveini

er það besta sem ég veit Wink það er ekkert eins gott, eftir að að hafa setið við tölvuna heilan dag og lokið fjarnámsverkefnum vikunnar, að láta renna í heitt bað setja slakandi olíu í, kveikja á kerti kippa fartölvunni með inn á bað og setja geisladiskinn September á með Bergsveini eða Begga í Sóldögg !!!!

Ekki hélduði að ég færi með bláókunnugum manni í bað ???

Þessum disk fylgir líka alltaf smá nostralgía hjá mér sem minnir mig á árin sem ég var "ung" og áhyggjulaus Woundering

NÚ ER ÉG BARA UNG Wink


Karlmenn eru líka ljóskur

Einn daginn fékk maðurinn minn skyndilega þá köllun að fara að sinna 

heimilisstörfunum og í einhverju bjartsýniskasti ákvað hann að þvo 
stuttermabolinn sinn. Hann var varla kominn inn í þvottahús þegar hann 
kallaði á mig "Á hvaða stillingu set ég þvottavélina elskan?" 
"Það fer eftir því hvað stendur á bolnum" kallaði ég til baka.

          "Húsasmiðjan" Gargaði hann...

          Og svo segja þeir að ljóskur séu heimskar.....

Ég og gulldrengurinn

sitjum og bíðum eftir því að klukkan verði 14:45 því hann er að fara keppa á HSK móti í fótbolta Wink við erum aðallega að bíða eftir að eftirlætis fótboltabuxurnar þorni Errm 

Ég skellti þeim í vél í morgun og hann (er vel upp alin) tók þær úr og setti á ofn Blush

Ég bauð honum það áðan að setja þær í þurrkarann svo þær yrðu fljótari að þorna Wink en NEI það má alls ekki því mamma hans Bigga gerði svoleiðis við buxurnar hans og þær urðu svo AUMAR á því !!!!!!! Og ekki vill hann eiga AUMAR fótboltabuxur Grin


Er farin að halda

að ég búi á flóðasvæði. Golfvöllurinn er ekki sjón að sjá Crying þar sem áður voru sandgryfjur eru nú litlar tjarnir.

Regnið fór heldur ekki fram hjá rafvirkjanum mínum þar sem hann var kallaður út í nótt.

Gulldrengurinn notfærði sér það og skreið upp í til mömmu. Í morgun þegar ég svo vaknaði var enginn rafvirki í rúminu W00t bara gulldrengurinn. Ég hélt að rafvirkinn væri ennþá að reyna að koma einhverjum dælum í gang, en sá hann, svo mér til mikillar undrunar, kúldrast í stofusófanum Sleeping

Vakti gulldrenginn og benti honum pent á hvar pabbi hans svæfi og sagði að ekki hefði verið pláss fyrir hann í rúminu okkar þegar hann kom þreyttur heim í nótt !!!

Þá sagði hann : hva getur hann ekki bara farið aftur að vinna á Akureyri !!!!!!!!


mbl.is Óvenjumikil úrkoma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru margir naglar í þínu grindverki ?

Þetta er saga af litlum dreng sem var afar geðvondur. Faðir hans gaf honum naglapakka og sagði honum að í hvert sinn sem hann missti stjórn á skapi sínu  skyldi hann negla einn nagla í bakhlið grindverksins.
Fyrsta daginn negldi drengurinn 37 nagla í grindverkið. Næstu vikurnar lærði hann að hafa stjórn á reiði sinni og fjöldi negldra nagla minnkaði dag frá degi.
Hann uppgötvaði að það var auðveldara að hafa stjórn á skapi sínu en að negla alla þessa nagla í girðinguna.
Loksins rann upp sá dagur að enginn nagli var negldur og drengurinn hafði lært að hafa stjórn á sér. Hann sagði föður sínum þetta og faðirinn lagði til að nú drægi drengurinn út einn nagla fyrir hvern þann dag sem hann hefði stjórn á skapi sínu.
Dagarnir liðu og loks gat drengurinn sagt föður sínum að allir naglarnir væru horfnir.
Faðirinn tók soninn við hönd sér og leiddi hann að grindverkinu. Þú hefur staðið þig með prýði ,en sjáðu öll götin á grindverkinu. Það verður aldrei aftur eins og það var áður. Þegar þú segir eitthvað í reiði, skilur það eftir sig ör alveg eins og naglarnir. Þú getur stungið mann með hnífi og dregið hnífinn aftur sárinu,en það er alveg sama hve oft þú biðst fyrirgefningar,örin eru þarna samt áfram. Ör sem orð skilja eftir sig geta verið jafnslæm og líkamleg ör.
Vinir eru sjaldgæfir eins og demantar.Þeir hlusta á þig, skiptast á skoðunum við þig og opna hjarta sitt fyrir þér.?


HVAR ER MAÐURINN !!!!!!

Ég bara spyr Kalli minn er leikurinn þinn komin á annað hvert blogg, sem sagt komin úr böndunum ???

Ég veit ekki hvert ég á að fara til að taka þátt W00t 

Svo ég ætti kannski að byrja enn einn leikinn !!!

HVAR ER MAÐURINN ???? 


Glamrað á gítarinn

Það er notalegt hjá mér í kvöld, kveikt á kertum úti hamast vindurinn og hér inni hef ég minn einka trúbador Wink já rafvirkinn situr og glamrar á gítarinn aldrei eins blúsaður og syngur:

          Gamli góði vinur,

            glaðir gengum við oft forðum,

            en við gátum líka skipts á grátí

            og grimmdarorðum.

            Þú varst ekki betri en ég,

            uppátækin furðuleg,

            og eftir skóla ár

            við héldum hvor sinn veg.

            Úti kaldlynd hversdagsstríð

            kepptum við að krafti um hríð,

            að sama marki gegnum áralanga tíð.

 

            Gamli góði vinur,

            nú er gróið yfir sporin,

            með sjenna bróður sem gengum oft á vorin.

            Ég slæ ei lengur á þitt bak,

            við látum duga handartak,

            við þykjumst vera orðnir menn

            og engum háðir.

            En þegar vínið vermir sál,

            við tölum ennþá sama mál,

            þó er af sem áður var

            við vitum báðir.

 

            Gamli góði vinur,

            enginn greinir lengur brosið,

            er það oní dagsins gráma orðið frosið.

            Þú varst ekki betri en ég,

            uppátækin furðuleg,

            og eftir skóla ár

            við héldum hvor sinn veg.

            Úti kaldlynt hversdags stríð,

            kepptum við af krafti um hríð,

            að sama marki gegnum óralanga hríð.

 

            Gamli góði vinur,

            Gamli góði vinur.


Þess vegna eru karlmenn hamingjusamari .....eða hvað !

Menn hafa lengi velt því fyrir sér hvort kynið sé hamingjusamara, karlar eða konur. Nokkrir bandarískir hugsuðir hafa sett fram tuttugu ástæður fyrir því að karlar séu hamingjusamari.

1. Við höldum eftirnafninu okkar.

 2. Brúðkaupsundirbúningurinn sér um sig sjálfur.

 3. Bifvélavirkjar segja okkur sannleikann.

4. Sama vinna, hærri laun.

 5. Hrukkur auka á karakter.

6. Brúðarkjóll 300 þúsund, smókingleiga 5000 krónur.

7. Fólk horfir aldrei á brjóstið á okkur þegar við erum að tala við það.

 8 .Það er gert ráð fyrir því að við ropum og rekum við.

 9. Símtöl taka 30sekúndur.

10. Við vitum hitt og þetta um skriðdreka.

11. Við þurfum aðeins eina ferðatösku fyrir fimm daga frí.

12. Við getum opnað krukkur.

13. Nærbuxur kosta 500 kall, 3 í pakka.

14. Þrjú pör af skóm er meira en nóg.

15. Við erum ófærir um að sjá krump í fötum.

16. Sama hártískan endist í áratugi.

17. Við þurfum ekki að raka okkur fyrir neðan háls.

 18. Eitt veski, eitt skópar, sami litur, allt árið.

19. Við ráðum hvort við látum okkur vaxa yfirskegg.

 20. Við getum gert jólainnkaup fyrir 25 ættingja, á aðfangadag, á 45 mínútum


Svona lýsa þeir Huldufólki í Færeyjum

Huldufólk.

Tey er stór av vøksti, klæðini eru øll grá, hárið svart, bústaður teirra er í heygum. Tey kallast eisini "álvar", ein "álvheyggur" er í Norðstreymoy sunnan fyri Vík (Haldorsvík). Tey liva sum onnur fólk, rógva út, hava seyð og neyt, sum ganga ímillum onnur neyt í haganum.
   Huldufólkini kunnu gera seg sjálv og tað, ið tey eiga, ósjónligt fyri menniskjum, og tí sigist ofta um nakað, ið onkur sóknast eftir, at "hulda hevir fjalt tað."
   Tey vilja fegin fáa smábørn, sum ódoypt eru, úr vøgguni og leggja síni aftur í hana, men hesi verða tá býtlingar millum manna. Ofta hvørva smá børn, sum úti ganga einsumøll, og tá er tað huldufólk, sum eru farin við teimum - tey finnast stundum aftur langar vegir burtur frá bygdum og hava tá sagt frá, at stórur maður hevur borið teimum mat, meðan tey hava verið burtur.

Huldugenturnar fáa ofta hug at kristnum dreingjum og royna tí at froysta teir og draga teir til sín. Ganga teir burtur í haga og eru tystir og móðir, opnast heyggjurin, og genta kemur út at bjóða teimum drekka, øl ella mjólk. Blása teir tá ikki froðuna oman av, drekka teir sær óminni, tí í henni liggur gandurin, og har við tøla tær teir, fáa vald yvir teimum og hava teir við sær inn í álvheyggin.


Aha hann er heimildarmaður !

 
Eivør enn nummar eitt
19. sep 2007, 22:04


Eivør enn nummar eitt
Mynd: Eivør og heimmildarmaður okkara í Íslandi, Jens Guð

Eivør er enn nummar eitt í íslendska sølulistanum
Hesa vikuna er Eivør Pálsdóttir aftur nummer eitt á sølulistanum í Íslandi. Hetta er onnur vikan, at fløgan Mannabarn er nummer eitt.
Heimmildarmaður okkara í Íslandi, Jens Guð, metir hetta vera at undrast á. Ikki tí, eins og íslendingar flestir, so hámetir hann sangfuglin Eivør, men meira er tað marknaðarføringin, ella vantandi marknaðarføringin, ið undrar. Og tað, at Eivør liggur á fyrsta plássi, hóast lítla og onga marknaðarføring.
Tað er, sum er tørvur ikki á at gera stórvegis við marknaðarføring, heldur Jens Guð.
Aðrar fløgur, ið liggja væl fyri á listanum, verða førdar fram við lýsingarherferðum, t.d. Magni, ið vann sangkapping í USA og nú er væl umtóktur í heimlandinum Íslandi.
Jens er eisini fegin um væl eydnaðu framførslurnar hjá føroysku tónleikarunum, tá føroyska sendistovan í Reykjavík lat upp í vikuni.



Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband