Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Aðventan

Undanfarin tvö ár, á þessum árstíma, hefur borðstofuborðið mitt verið undirlagt af skólabókum því jú þetta er tími prófa.

En í ár er saumavélin á borðstofuborðinu og eitt og annað föndurdót. Þökk sé starfsnáminu þá þarf ég ekki að taka próf þessa önnina Wink í staðin get ég notið uppáhaldsárstímans, aðventunnar og þó hún hefjist í dag er ég sko byrjuð að njóta hennar

Fórum á jólhlaðborð á föstudagskvöldið með RARIK, nýju vinnu rafvirkjans, það var bara ljúft og svo taka öll afmælin við, margir sem eiga stórafmæli í desember Wizard

Klaufdýrið og kærastan eru búin að vera fyrir vestan á slóðum Hveragerðisnýlendunnar Reykhólum, hafa tekið ákvörðun um að flytja þangað um áramót. Klaufdýrið er reyndar búin að vera í smá vinnu þar og tókst honum að slasa sig W00t ekki alvarlega en þó nóg til þess að vita á svona stað er betra að slasa sig bara á þriðjudögum og fimmtudögum því þá er læknirinn við Tounge en hjúkkunni á elliheimilinu tókst að líma hann saman Smile

Nú gulldrengurinn er alltaf að læra eitthvað nýtt og nú síðast lærði hann að gera bindishnút, því herramenn þurfa að kunna það þegar þeir eru að klæða sig upp Wink

En elskurnar mínar njótiði nú aðventunnar í ró og næði og þau ykkar sem eruð að fara í próf, tjutju gangi ykkur vel, knús í hús Heart


Ég vil ekki vera hluti að vandamáli, ég ætla að verða heild af lausninni

Er einhver sammála mér?

Vandamál eru til þess að leysa þau, ekki satt. Þá er um að gera fyrir okkur Íslendinga að leggja höfuðið í bleyti og reyna að koma með lausnir.

Það eina sem stjórnin í þessu landi hefur komið með, sem lausn af vandamáli heimilana er frysting lána, sem hver heilvita maður veit að er engin lausn heldur seinni tíma vandamál.

Nú á ríkið bankana, bankarnir eiga okkur og við erum ríkið.

Það hefur allt hækkað og afborganir af lánum hvað mest við þurfum jú að lifa og láta hjólin snúast.

Ég veit þetta er einföldun en dæmið gæti litið einhvernvegin svona út:

segjum að þú hafir 250 þúsund til að moða úr um hver mánaðarmót, hingað til hefur bankinn tekið 150 og þú haft 100 til að lifa af. Í dag vill bankinn fá 200 og þú heldur eftir 50, sem þú getur ekki lifað af, þér tókst þó að lifa af 100.

Hvernig væri að bankinn héldi bara áfram að taka þessi 150, greiði og semji í samræmi við það, það gæti allt tekið lengri tíma en allir fá þó eitthvað.

 

 


Hugleiðingar konu að kvöldi dags

hef ekkert verið mikið að tjá um efnahagsmálin á landinu góða. Hef reyndar hlustað í rúman mánuð á stjórnamálamenn, bankastjóra, hagfræðinga og Íslendinga almennt. Get túlkað orð þeirra eins og mér sýnist, ég get hreinlega valið á hvern ég vill hlusta.

Öll vitum við nú að einhverjum er um að kenna...... og fyrr eða síðar verður sá eða sú vonandi settur á bak við lás og slá. Eða ef þetta eru mjög margir einstaklingar þá er hægt að koma þeim fyrir út í Vestmannaeyjum og segja þeim að byrja að grafa sig í land (því ekki eru til peningar til að endurnýja ferjuna).

Verum ekki hluti af vandamálinu, heldur heild af lausninni.

En hvað verður í framtíðinni?????????????????

Hvert stefnum við ?????????????????

Íslendingar mótmæla, skil það reyndar mjög vel, viljum kosningar?

Segjum sem svo að allir ráðamenn fari leið Guðna Ágústssonar dö það er óábyrgt. Kjósum við nú, þá verða bara sömu Leppalúðarnir og sömu Grýlurnar í boði, ég vil ekki sama grautinn í annari skál, NEI TAKK.

Held að þjóðfélagið þurfi smá tíma svo ég tali nú ekki um að fá að vita í raun og veru hvað gerðist, átti sig, stofni ný stjórnamálaöfl og fái nýtt fólk með prinsipp og bein í nefinu til þess að standa og falla með orðum og gjörðum sínum.

Við hrópum og viljum inn í Evróðusambandið, eins og ég hef skilið er það þá ekki hluti af þessum EES klausureglugerðasamning sem gerði það að verkum að við þurftum að standa á bak við Ísbjargarreikningana ????? Sem reyndar gerir það líka að verkum að við megum bara hafa áramótabrennuna svona stóra og hún má bara loga frá 2-14.

Er ekki lýðræðinu og sjálfstæði okkar,sem menn börðust fyrir farið fyrir lítið, er kannski til önnur og betri leið en ESB???

Krónan langt síðan ég sagði að best væri að taka hér upp danska krónu.

En er ég kannski búin að taka þátt í að fella hana.

Tók ég lán í erlendri mynt?

Fór ég til útlanda og verslaði eins og moðerfokker?

Keypti ég eurosopper kex í staðin fyrir Frón?

Af því að ég vissi ekki betur. ÞAÐ VAR SAGT MÉR AÐ ÞAÐ VÆRI ALLT Í LAGI !!!!!!!!!

Af öllum þeim gráðufræðingum sem hafa tjáð sig hefur engin komið fram og sagt, þetta er það besta sem hægt er að gera í stöðunni, við erum á réttri leið, það væri best að gera svona í staðin fyrir hinsegin.

Ég vil ekki kjósa fyrr en við, við fólkið í þessu litla landi vitum hvað við viljum og hvert við viljum fara, fá að skoða og meta það sem í boði er og fleiri en einn kost, þá höfum við val.

P.S.

Reyndar hef ég alltaf gælt við þá hugmynd að Færeyingar og Íslendingar ættu að ganga í eina sæng, ekki bara vegna einlægrar ástar minnar á því samfélagi, heldur að með þeim eigum við svo margt sameiginlegt.

Svei mér ef mér líður ekki bara betur

Góða nótt


Hrós vikunnar

fær garðyrkjubóndinn og Hvergerðingurinn Hannes Kristmundsson og kona hans Sigurbjörg.

Hannes kallar ekki allt ömmu sína, hann hefur þurft að hafa fyrir lifibrauði sínu eins og margur annar, en er með eindæmum gjafmildur, í gær 14. nóvember hélt hann til Færeyja ásamt konu sinni með fullar töskur af  já jólastjörnu (jólarós) til að færa Færeyingum þakkir eigin persónu

GERI AÐRIR BETUR


Ég er bara góður í dag

Jú það er kreppa og hún hefur ekkert farið fram hjá okkur hér í Klettahlíðinni.

Hér á heimilinu eru tveir iðnaðarmenn rafvirkinn og wanna be rafvirki = klaufdýrið, rafvirkinn er orðin ríkisstarfsmaður, jú í haust þáði hann vinnu hjá RARIK (langaði að breyta, hjúkk) klaufdýrinu (sem er með eindæmum duglegur og úrræðagóður) var sagt upp sinni vinnu.

Hann fór vestur á Reykhóla í morgun og ætlar að halda áfram að læra að leggja rafmagn, samdi við kennarann sinn í kvöldskóla FB, sem leist svo vel á sjálfsbjargarviðleitnina í drengnum sagði honum að drífa sig vestur, passa sig að mæta prófinn.

Ég er svo heppin að vera á Elló, fólk hættir nefnilega ekkert að verða gamalt þó að það sé kreppa.

Gulldrengurinn, sem ég fer nú að kalla blaðamanninn því nánast í hverri viku er hann á síðum sunnlenskra blaða, er með nýjan frasa í kreppunni : Ég er bara góður í dag.

Held að við ættum að fara inn í helgina með frasann hans.

Eða ertu ekki annars bara góður í dag????


Verum jákvæð

Finndu í dag fimm kosti sem þú getur hrósað maka þínum, börnum og vinum fyrir Smile

Maki minn er:

þolinmóður, skemmtilegur, hvetjandi, uppátækjasamur í jákvæðum skilning og tryggur InLove

Strákarnir mínir:

einstakir, glaðlegir, hjálpsamir, duglegir og skemmtilegir Halo

Vinir mínir:

eru hver öðrum skemmtilegri, raungóðir, gjafmildir, hafa góða nærveru og eru til staðar Heart

Uhm þetta var ekkert erfitt, eða hvað finnst þér?


Nauðsyn saumaklúbba

Sætasti saumóinn ætlar að hafa það náðugt um helgina, við ætlum saman í sumarbústað, þess á milli (sem við höfum það náðugt) ætlum við að sauma, þæfa, föndra, hlægja og prjóna fá okkur brjóstbirtu og góðan mat Heart

Við höfum verið saman í saumaklúbb óslitið í 18 ár og margt brallað á þeim tíma, þess vegna langar mig að birta hér færslu sem ég bloggaði í september 2005, titillinn var "Nauðsyn saumaklúbba" held að það sé við hæfi að rifja það upp svona á síðustu og verstu:

Nú haustdögum þegar saumaklúbbarnir fara að krúnka sig saman á ný eftir sumarfrí finnst mér alveg tilvalið að segja ykkur að saumaklúbbar eru bráðnauðsynlegir þó að í dag fari nú lítið fyrir saumum( ég ætla ekki að móðga neinn í mínum eru tvær sem halda í hefðina) .

Í saumó er allt leyfilegt það má borða hvað sem er ,drekka hvað sem er og segja hvað sem er, það má hlægja,gráta og vera fúll allavega þegar maður mætir en það besta er að maður losar sig við fýluna og allar aðrar áhyggjur og  fyrir vikið komum við heim svo ofsalega glaðar sambúendum okkar til mikillar gleði og allt sem er sagt í saumó fer ekkert lengra.

Stelpur sparið ykkur sálfræðinginn,prozakið og drífið ykkur í "saumklúbba" og sjá þið munið líta bjartari daga Heart

Sjáiði bara hvað við erum sætar, svo ég tali nú ekki um maka okkar Wink


Ég elska Færeyinga (út af dátlu)

 Aðeins að hálpsemi vina okkar í Færeyjum. Þeir sem þekkja Færeyinga eins vel og hún ég vita að svona eru Færeyingar, hjálpsamir fram úr hófi. Hef verið í stöðugu sambandi við vini mína, sem hafa miklar áhyggjur af okkur,  að reyna útskýra fyrir þeim ástandið (da).

Reyndar hvatt þá eindregið að koma í heimsókn og versla svolítið í leiðinni. Það finnst þeim mjög skrítið að við séum hreinlega að hvetja þau til að koma og misnota aðstöðu Íslendinga. Þar held ég að Færeyingunum sé líst í hnotskurn Wink og þess vegna elska ég þá Heart

 En Færeyingar eru farnir að fatta þetta, um leið  þeir vita að þeir séu að hjálpa okkur með því að koma og versla á Íslandi láta þeir ekki á sér standa Wink

En ef þið elskið ekki Færeyjar og Færeyinga nú þegar held ég að ykkur sé hollast að byrja á því STRAX í dag Heart og þakka fyrir ykkur/okkur hér


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband