Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

CP hátíð

Í gær brugðum við okkur upp í Reykholt í Biskupstungum á CP hátið í boði systur minnar og fjölskyldu, þetta er í annað skiptið sem við förum og skemmtum okkur konunglega, þar er maður umkringdur gullmolum.

Fyrir ykkur sem vitið ekki hvað CP stendur fyrir læt ég þetta fylgja

CP börn eru börn sem greinast með fötlun sem koma fram á fyrstu æviárum og einkennast að afbrigðilegum og seinkuðum hreyfiþroska. CP er afleiðing skaða eða áfalls á stjórnstöðum hreyfinga í heila, sem verða áður en hann nær fullum þroska. Skemmdirnar torvelda stjórnun hreyfinga og beitingu líkamans. Þær eru óafturkræfar og aukast ekki með tímanum. Fötlunin er margbreytileg og einkennin mismunandi. Sumir með CP hreyfa sig og þroskast næstum eðlilega á meðan aðrir þarfnast aðstoðar við allar daglegar þarfir. (vitnað í cp.is)

Hér er flottasti frændinn, systir hans og gulldrengurinn (með glóðurauga sem ekki má tala um)

Og frábært skemmtiatriði með Bahamagenginu HeartSmileHeart


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband