Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Engin gleðiganga

Búin að vera með gulldrenginn á fótboltamóti á Selfossi alla helgina og ég verð að segja að það var engin gleðiganga hjá drengjunum.....hvert tapið á fætur öðru, en það var ekki eins og að þeir hafi barist af öllum sínum kröftum, hinir voru einfaldlega betri já og einhver verður að tapa. Æ þessi grey gera sér alltaf svo miklar vonir

Baráttan um boltann
En eitt verð ég að segja nágrönnum mínum á Selfossi til hróss, mótið tókst frábærlega vel hnökralaust enda öll aðstaða til fyrirmyndar. Lagt var í öll smáatriði eins og t.d. nöfnin á völlunum
Þrátt fyrir lélegt gengi brostu þessar elskur út af eyrum og höfðu gaman af að spila fótbolta í góðu veðri, góðum aðstæðum og frábærum félagsskap Smile
Fórum svo í gærkvöldi í veðurblíðunni í fjöruna við Ölfusárósa

Rauða hverfið

Nú líður að blómstrandi dögum hér í bæ og þetta árið er hverfunum skipt niður í bláa, bleika og rauða hverfið. Við hér í hillabillys erum í rauða hverfinu sem segir okkur að nú málum við bæinn rauðann eða förum bara upp á loft og sækjum jólaskrautið Tounge eða er ég kannski að misskilja þetta allt saman????????

bleikt og blátt

eða rauða hverfið


Leðurbrúðkaup

Sem sagt í dag 6. ágúst eigum við hjónin 3ja ára brúðkaupsafmæli InLove


Komin heim

eftir frábæra ferð (sko loksins þegar við komumst) Það eru forréttindi að eiga vini í öðru landi sem taka á móti manni manni (og vinum manns) með galopnum örmum Heartað annað eins þekkist varla.

Broshrukkurnar jukust um helming enda félagsskapurinn frábær Tounge en því miður gafst mér ekki tími til að kíkja á bloggvinkonu mína í klettunum hana Guðrúnu, en það verður næst, sorry Guðrún hefði svo gjarnan vilja taka í spaðann á þér Wink en vegna þoku þá styttist ferð okkar um tvo daga Frown

Eitt er alveg öruggt að í Færeyjum verður maður ekki svangur.........og ekki minnkaði súkkulaðirassinn !!!!

Búin að setja inn myndir, þær segja eflaust það sem segja þarf Wink

En elsku vinir takk enn og aftur fyrir frábæra daga Heart


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband