Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Við erum hér

öll,meira að segja, því að klaufdýrið og kærastan eru hér um helgina.

Gulldrengurinn fékk slæma flensu sem hann er búin að kljást við alla vikuna, hresstist skyndilega á fimmtudagskvöld við þau tíðindi að von væri á stóra bróður. En hann er heldur fúll því að það er ekki mikill tími á einni helgi sem skapast til samveru með stóra bróður. Hann stakk reyndar upp á því um daginn hvort hann gæti ekki fengið hund eða kött í staðin fyrir bróður sinn, sem er fluttur að heiman hvort sem er !!!!!!!!!!!!!!!!!!!

En hann fór í skólann á föstudag og kom með þau tíðindi heim að hann hefði verið sprautaður fyrir svarthettu og rauðum úlfum !!!!!!!!!!!!!!!

Æ eða einhverri hettu og einhverju rauðu, eða það var það sem hann lagði á minnið.

Annars er klaufdýrið mitt á fullu með æskulýðsstarf í nafla alheimsins á Reykhólum og á mánudag er hann svo heppin að vera fara í skíðaferð til Dalvíkur, þarf að koma mér í svona vinnu Wink

Ég var reyndar á Landspítalanum á föstudaginn, vinustaðaheimsókn fyrir verðandi heilbrigðisritara og það var mjög athyglisvert og gaman Wink fyrir utan paranojuna sem ég fékk áður

Það er sem sagt skyldumæting í þessar heimsóknir, sem eru þrjár eða fjórar á hina ýmsu staði. Ég á það til að vera svo illa klikkuð að ég var viss um að ég yrði orðin veik af þessari pest sem gulldrengurinn var með. Á föstudagsmorgunin þá vakna ég stálslegin hjúkk ekki veik, í staðin var veðrið ekkert sérstakt og ég fór að sjá fyrir mér allar mögulegar afleiðingar sem geta fylgt því að aka Rússneskasuðurlandsveginn og að það myndi akkurat eitthvað koma fyrir mig þennan dag, en svo fór ég af stað og hugsaði þá mæti ég bara í versta falli í sjúkrabíl !!!! ekki í lagi með konur á miðjum aldri stundum, auðvitað ók ég bara skynsamlega eins og allir sem voru á heiðinni á föstudagsmorgun og kom heil heim.

 


Öll höfum við verið lítil

líka ég, var einu sinni afskaplega saklaus

hér er ég brjálaður rauðhaus, get mér til að ég hafi ekkert verið spennt að fara sofa

þarna er ég aðeins eldri og sennilega hagað mér vel því ég fékk að fara á jólaball

Ég er svo heppin að eiga eldri systir, sem vildi greinilega vera eins og litla systir

(nota bene takið eftir hansahillunum)

á þessari höfum við vinkonurnar kynnst andlitsfarða, en ekki verið vissar hvernig ætti að nota hann !!!


Hugmyndin mín

Fékk tölvupóst og tel mig knúna til að útskýra mína þjóðbúningahugmynd.

Hún vaknaði dag einn í janúar þegar ég fór til mömmu, í fórum sínum hafði hún upphlut sem hún hafði saumað á mig árið 1974. Þó svo að ég eigi ekki dóttir, þá heldur hún mamma að það sé möguleiki á því, seinna (miklu seinna) að ég eignist sonardóttir og vildi endilega láta mig hafa þjóðbúningin minn.

Hann lítur svona út

Vildi svo vel til að skotthúfan var prjónuð á fullorðinshöfuð, þannig hún passar mér.

Vinnan ákvað svo að halda þjóðlegt þorrablót, svo ég fór að leggja höfuð mitt í bleyti og sá að á þeim stutta tíma sem ég hefði tækist mér ekki að sauma á mig sjálfa upphlut.

Fyrir það fyrsta kann ég það ekki og það sem mér fannst sorglegast er að það þarf að fara á nokkur námskeið til þess að það sé hægt. Ekki nógu aðgengilegt því miður.

Þannig ég ákvað, með skotthúfuna í höndunum að gera eitthvað sem væri með þjóðlegu ívafi og passaði skotthúfunni minni.

Lengi hef ég haft augastað á tilbrigðin við færeyeska búningin, sem lítur svona út

Úr varð, að því ég kann að prjóna, þessi hérna, sem er kannski meira skyld þeim færeyska en þeim íslenska, en þjóðleg var ég og þetta passaði skotthúfu minni og var ég bara nokkuð montin af sjálfri mér og glöð fyrir þá aðstoð sem ég fékk

Hún kannski sést betur hér


Gott að búa í Hveragerði

já tölur segja okkur að Hveragerði sé fimmti besti staðurinn á Íslandi til að búa á heyr heyr, fagna því og er sammála hér er gott að búa.

Besti skólinn á landinu og tók nýverið upp á að bjóða börnunum upp á frían hafragraut á morgnana, sem gulldrengurinn kemur til með að nýta sér á miðvikudagsmorgnum, eftir morgunæfingu. Hina dagana er hann svo heppinn að mamma hans sér um grautinn Wink

Við vorum akkurat í skólanum seinnipartinn í dag, á árshátíð miðstigs, sem var hreint frábær í alla staði, þau eru yndisleg þessi börn Heart Gulldrengurinn tók að sjálfsögðu þátt og kynnti geisladisk hljómsveitarinnar í RAUÐUM FÖTUM.

Hann var búin að segja okkur að í kjallara skólans hefðu þeir fundið eldgamla rauða jakka sem þeir félagar ætluðu að klæðast.

Okkur brá þegar við þeir komu fram á sviðið og eiginlega skellhlógum

þetta voru gömlu lúðrasveitabúningarnir sem rafvirkinn klæddist þegar lúðrasveitin fór til Færeyja 1988 SmileSmileSmile

 


Bloggleysi

Hér má sjá ástæðu bloggleysis á bænum...................þetta er handverk og hugvit nokkra kvenna, í gegnum síma og internet

En annaðkvöld erum við að fara á þjóðlegt þorrablót og vona ég að þetta sé eitthvað í þá áttina

En góða helgi Smile


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband