Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009

Blóm í bæ

Já hátíðin verður sett í dag og Hvergerðingum vantar ekki hugmyndaflugið.

Hringtorgið á þjóðvegi 1 er varasamt, en þar er þessi líka glæsilegi kóngulóavefur

 

Fór smá rúnt áðan og þá helst að götum sem ekki er í alfaraleið

                                                                               

  


Blóm í bæ

Tekið af síðu Hveragerðisbæjar:

Þáttaka Hvergerðinga í sýningunni Blóm í bæ helgina 26. - 28. júní.
Kæru vinir !

Eins og allir ættu að vita stendur nú fyrir dyrum garðyrkju- og blómasýningin "Blóm í bæ" sem hefst hér í Hveragerði á föstudaginn.
Unnið hefur verið að undirbúningi sýningarinnar sleitulaust undanfarna daga en betur má ef duga skal.
Því vil ég nú biðla til allra Hvergerðinga um að taka virkan þátt í sýningunni og undirbúningi hennar.
Það er hægt að gera með ýmsum hætti:

1) Skila inn sólblóminu sem allir hafa annast af kostgæfni undanfarna mánuði. Verðlaun verða veitt fyrir hina ýmsu flokka stærsta, minnsta, furðulegasta ofl.
Skil eru annað kvöld, fimmtudag í íþróttahúsinu.
Muna að merkja blómið og ekki er verra að skreyta pottana til auka sigurlíkurnar.

2) Skreyta með frumlegum hætti innkeyrslur og hús, setja má blóm í stígvél, hjólbörurnar, mjólkurbrúsa, ekkert setur manni skorður nema hugmyndaflugið og nú gildir að hugsa út fyrir rammann :-)
Muna að veitt verða verðlaun fyrir hugmyndaauðgi þó heiðurinn einn og sér ætti að vera nægilegur flestum.

3) Þeir sem áhuga hafa á öflugri sjálfboðavinnu í tæpa tvo tíma eru beðnir um að mæta við Álnavörubúðina kl. 17 í dag, fimmtudag.
Það væri mjög gaman að geta með samhentu átaki ráðist á illgresi og reiti sem stungið hafa í augu en vinnuskólinn mun ekki ná að sinna á þessum stutta tíma sem nú er fram að sýningu.
Mæta með þau áhöld sem við viljum nota, hrífur, klippur, rafmagnsorf ofl.

4) Formleg setning sýningarinnar er á morgun, föstudag kl. 16 á sviði við íþróttahúsið. Á undan er ráðstefna um garðrækt á Garðyrkjuskólanum sem gaman er að byrja helgina á að sækja.

5) Njóta helgarinnar og alls þess sem boðið verður uppá í Hveragerði í blíðunni sem almættið hefur lofað okkur ;-)


Skemmtilegur texti

Reyndar er myndbandið ennþá fyndnara, en það er því miður ekki á youtube, heldur rakst ég á það á facebook, þurfið sennilega að vera innskráð þar til að sjá það

http://www.facebook.com/profile.php?id=1518420901&ref=ts#/video/video.php?v=1099377959744&ref=mf

En þennan frábæra texta á hljómsveitin Breiðbandið:

Nágranninn

Í miðju Góðærinu.

Ég á minnsta húsið í götunni,
Það er húsið sem stendur hjá Lödunni.
Þegar granninn lætur renna í pottinn hjá sér-
Kólna allir ofnar hjá mér.
Eftir að granninn dubbaði upp garðinn hjá sér
Skín ekki sólin inn í garðinn hjá mér.
Granninn fær ráðherra í grill til sín
og bræluna leggur svo yfir til mín.
Granninn á jeppa af flottustu sort,
En ég á bara ljóta Lödu Sport.
Ég fer í vinuna með rútunni,
en hann fer með enka þyrlunni.
Konan hans eldist ekki hætings hót,
en mín er alltaf bæði feit og ljót.
Granninn er stæltur og með hárið ljóst,
En ég er bæði með ístru og lafandi brjóst.
Aumingja ég.
Þegar graninn er með veizlu hjá sér,
býður hann öllum nema mér.
Elton Jhon skemmti í afmælinu,
en ég hafði bara efni á Breiðbandinu.
Óþolandi er oft granninn minn,
Það trúa því fáir, að þetta sé hann
sonur minn.

Kreppan skellur á:
Nú er hann kominn á heimilið mitt,
og fluttur í gamla herbergið sitt.
Í kreppunni hann missti allt sitt fé.
Og nú á hann minni pening en ég.
Það kviknaði í báðum jeppunum,
og konan er farin frá honum.
Nú hangir hann heima rosa down,
og bölvar og ragnar Gordon Brown.


Sumarfrí

Nú er ég komin í sumarfríi Smile 

og ef ég fer eitthvað verður það sennilega í líkindum við þetta


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband