Hraðakstur - hægakstur

Ég bý í Hveragerði og á því leið yfir Hellisheiðina mjög oft og já mér getur blöskrað hvað fólk ekur hratt ! En það er ansi oft og þó sérstaklega á þessum árstíma að þegar ég er að koma heim og keyri niður Kambana þá eru ekki ófáir sem silast niður þá á 50-60 !!!!! Hægra megin ,þegar ekið er niður kamba, er malbikuð ökl fyrir þá sem vilja fara hægar og að víkja fyrir þeim sem aka löglega. En það er eins og fólk viti ekki til hvers þessi öxl er !!!!!! Fer það stundum út í það að þeir sem eru óþolinmóðir gera tilraun til að taka fram úr á þessari öxl, hægra megin sem skapar mikla hættu. Nú vil ég biðja ykkur sem eigið leið á þessum vegarkafla að nýta öxlina ef ykkur óar að keyra niður "Kambana"

Það er ekki bara hraðakstur sem skapar hættu það er líka HÆGAKSTUR !!!!!!! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Algjörlega sammála þessu, svo vil ég fá göng í gegnum fjallið án gríns.

Sæmi (IP-tala skráð) 20.6.2007 kl. 19:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband