Moggin ekki kominn

inn um lúguna í dag svo þá er bara að setjast við tölvuna með kaffibollan.

Mér hefur nú svo sem ekkert leiðst þessa vikuna og lítið verið að stelast í tímaþjófinn (tölvuna) en vikan fór í að slá endahnútinn á Skotlandsferðina og það verður svo gaman. Get víst lítið meira sagt ef að samstarfsfólk mitt rambar hér inn.

En Gulldrengurinn minn sem er 11 ára hefur fram að þessu laumað sér á næturna í ból foreldrana þetta hefur svo sem ekki verið vandamál en nú er svo komið að drengurinn er alltaf að stækka (jú það er það sem börn gera) og tekur hann pláss eins og hver annar fullorðin einstaklingur. Rúmið okkar er bara gert fyrir tvo fullorðna og þegar sá þriðji bætist við þá er ekkert val ÞÚ BARA LIGGUR Á ÞESSARI HLIÐ.

Það hefur yfirleitt gengið, að þegar verulega er farið að þrengja að okkur að biðja hann um að færa sig í sitt rúm. 

En í vikunni gekk mér ekkert að fá hann til að færa sig svo úr varð að ég fór í stofusófann !!!

Þegar ég svo vakti hann um morgunin og sagði við hann að þetta gengi nú ekki svona ég hefði þurft að ganga úr rúmi fyrir hann og sofa í sófanum. Þá var hann ekki lengi að svara og  sagði:

VAR ÞAÐ EKKI BARA NOTALEGT !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heidi Strand

Samkomulagið verður að vera gott og svo verður fólk að vera samtaka um hvenær á að snúa sér við í rúminu.

Heidi Strand, 27.10.2007 kl. 19:17

2 identicon

Hann á nú skilið að fá að lauma sér nokkrum sinnum í viðbót þó ekki væri nema fyrir gott svar. bestu kveðjur annars frá hinum endanum í bænum.

Sæmi (IP-tala skráð) 27.10.2007 kl. 21:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband