Í hvorn fótinn á ég að stíga ?

Er smá áttavillt, eða er ekki að gera það sem bíður mín í staðin sit ég og blogga.

Erum að fara til Skotlands á fimmtudagsmorgunin í árshátíðaferð með vinnuni minni og þar sem ég er búin að vera skipulegggja ferðina ásamt hjúkkunni og píparanum er  búið að vera í mörg horn að líta undanfarna daga. Í ofanálag bætast við verkefni í skólanum á hverjum degi og nú bíður mín eitt óklárað próf og opin ferðataska.  Veit ekki á hvoru ég byrja en það leiðinlega verður sennilega fyrir valinu W00t 

En ferðin verður frábær við byrjum í Glasgow gistum þar eina nótt, förum síðan til Edinborgar og skoðum okkur um svo er för okkar heitið í Byron kastala út í sveit og þar verðum við svo um helgina og komum heim seint á sunnudagskvöld Wink get ekki sagt meira að svo stöddu !!!

En gulldrengurinn ætlar að vera í umsjón klaufdýrsins og það þarf að prógrammera þá báða og mamma pínu stressuð, en jafnframt hafa klaufi og viðhengið hans gott að því að hugsa um aðra en BARA sig sjálf í nokkra daga  W00t

En það er best að gera það sem þarf að gera .....góðar stundir

ER EKKI BEST AÐ HAFA BARA BÁÐA FÆTUR Á JÖRÐINNI og hætta þessu veseni !!!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góða skemmtun í Skotlandi  Scottish Bagpiper  Loch Ness Monster

Bryndís R (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 18:50

2 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Góða ferð og góða skemmtun. Glasgow var uppáhaldsborg hjá mér og fólkið þar er enn í uppáhaldi. En síðast þegar ég kom þangað hafði blessuð borgin látið allnokkuð á sjá frá fyrri glansi.

Taktu eftir ávarpinu frá blessuðu fólkinu, hún hlýjar manni um hjartað, luvv!

Sigurður Hreiðar, 13.11.2007 kl. 21:06

3 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Æ hvað þið eruð sæt takk fyrir og ég skal taka eftir SKOTAKVEÐJUNUM

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 13.11.2007 kl. 22:14

4 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Dj..... öfunda ég ykkur. Edinborg er æðisleg og skotarnir eru einstaklega vingjarnlegir. Góða skemmtun bæði tvö.

Heimir Eyvindarson, 15.11.2007 kl. 00:50

5 identicon

OOOOhhh.... væri ég til í að vera að fara með ykkur.....  En ég hugsa til ykkar í staðin og læt mig dreyma,, góða skemmtun bið að heilsa liðinu..

Lóa Ingibergs (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 15:04

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Góða skemmtun í Glasgow ég bjó þar á annað ár.  Frábær borg, en dálítið sveitaleg á þeim tíma 1995 - 6.  Góða skemmtun, og gættu þín á skrílnum við river Clyde. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.11.2007 kl. 19:44

7 Smámynd: Vilborg

Vonandi hafið þið það sem allra best úti....skál!!!

Vilborg, 16.11.2007 kl. 21:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband