Smá ferðasaga

og það var bara gaman. Ætla að byrja tína inn smá freðasögur.

Glasgow er alveg ágætisborg, en frekar skítug og ég var að spá í að senda neyðarkall til ræstistelpnanna minna og láta þær mæta með Jif brúsann og burstan og fara að skrúbba !!!

En ævintýrin hoppuðu í fangið á rafvirkjanum þegar hann og húsbyggjandinn röltu inn í einhverja tónlistar Mega búð lentu þeir á tónleikum með Wet wet wet, á meðan við römbuðum í búðir sátu þeir sem sagt innan um skríkjandi unglingsstúlkur. 

Um kvöldið fórum við á veitingahús sem bar það sérkennilega nafn THE UBIQUITOUS CIHP (reynið að bera þetta fram) hann var ferlega flottur og við vorum tíu saman og ákváðum að hafa smá leik, sem fólst í því að þýða orðið UBIQUITOUS komu hver heimspekilega ágiskunin á fætur annari meðal annars kartöflugeymsla, keltneskt orð vélarskemma og voru ályktanir meðal annars fegnar út frá því hvað staðurinn hefði verið fyrr á öldum. Eftir kanínuna sem ég borðaði (á meðan söng rafvirkinn i eyru mér "thanks for keeping the rabbits"0 spurðum við þjónin hvað þetta merka orð þýddi !!!!  Það urðu pínu vonbrigði þegar oKkur var sagt að þetta væri í raun bullorð og þegar staðurinn hafi opnað árið 1971 þá var á öllum veitingahúsum hægt að fá franskar kartöflur með öllu, þannig nafnið er eitthvaða á þá leið "þú færð örugglega franskar" En enn meiri vonbrigði voru þegar við fengum að vita hvað var í húsinu fyrir daga veitingahúsins það var bílaverkstæði.... þannig við borðuðum sem sagt á BÍLAVERKSTÆÐI BADDA!!!

Á föstudagsmorgunin fórum við til Edinborgar, mennigaþyrstir beint í kastalann verslunarþyrstir á Princess street, ég er náttúrulega svo menningarleg að ég var eftir í kastalanum. Ekki svikinn af því og útsýnið ýkt, þar sáum við enga aðra en Önnu prinsessu og vorum viss um að við yrðum vitni að heimsviðburði !!!! Nú kapellan var lokuð vegna einkaatafnar og hún var með einhvern karlfursk með sér svo við vorum viss um nú ætlaði hún að ganga í það heilaga....en allt kom fyrir ekki það voru víst bara frægir að gifta sig á Íslandi um síðustu helgi !!!

En áfram gengum við og úr var að ég fór með rafvirkjanum og húsbyggjandanum á Whisky barinn, hefði kannski betur átt að halda mig við samstarfskonurnar !!!! Því við áttum eftir að ...... eftir Whiskíið urðu þeir vinir svo ægilega kaupglaðir ekki það að þeim langaði í pils nei þeir sögðust ekki vera neinir METRÓMENN en fyrst ætluðu þeir að finna sér ætt !!!!

Inn í Kiltbúð gekk rafvirkinn mjög svo rogginn og spurði hvort ekki væri til McClaud ætt (aðalpersónan í The Highlander hét það) en búðarmaðurinn hafðu greinilega verið spurður að þessu áður og gerði létt grín. Þá fann hann eitthvað rautt sem líktist uppáhaldsfótboltaliðinu og nú gengur hann í Royal Stewart við öll tækifæri. (nú ætti að koma mynd en þar sem vélin mín er ónýt notið þið bara ímyndunaraflið Tounge

Eftir þessi ósköp ætluðum við að fara á Princess Street en einhverra hluta vegna voru þeir svo ákafir að ganga beint af augum og vorum við nú orðin villt. Ég vildi taka leigubíl en þeir fullvissuðu mig um það að þegar maður villtist í útlöndum og tæki leigubíl þá væri ákörðunarstaðurinn við næsta götuhorn og miklu skemmtilegra væri að rembast að rata sjálf. En rafvirkinn ákvað samt að spyrja til vegar....hann hefði betur sleppt því..... Hann ríkur að næstu konu og spyr hana á sinni fagmannlegu ensku " ver is kvín stredd" konan hrökk við: O æm verry sorry jú must bé verí lost bekos kvínstred is in Glasgow !!!!!!!!! Ég og húsbyggjandi vorum að míga niður úr og bentum honum á að við værum að fara á Princess Sreet æ hvernig á ég að muna það það var eitthvað svona Royal nafn á götunni !!!!!

Ekki varð úr að ég færi á Princess Street að versla né að sjá The Real Mary King´s Close sem eru svona katakompur í Edinborg. Því þegar við loksins römbuðum inn á Princess Street voru bara 15 mínútur í að rútan okkar færi af stað og það sem ég var nú hálfúttauguð með lykjufall á sokkunum var ég voða fegin að setjast inn í rútuna. En ég hugga mig við það að ég á eftir að muna þessar ógöngur lengur en þau sem voru við innkaup að prinsessugötunni !!!!!! Og ég gæti aftur farið til Edinborgar þar sem ég ætti margt eftir ógert !!!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Velkomin heim, luvv (nú kannastu kannski við þetta ávarp sem The Glaswegians eru svo gjarnir á að hnýta aftan í allt sem sagt er við ókunnuga sem kunnuga, hvort sem þeir eru „love“ eða ekki). Fórstu ekki á þá merku götu Sauciehall í Glasgow? Það hefði verið handleggur fyrir rafvirkjann að spyrja til vegar þangað því framburður nafnsins er óralangt frá því sem líklegast væri eftir stafsetningunni…

UBIQUITOUS? Það þýðir einfaldlega alltumlykjandi. Staðurinn heitir einfaldlega Kartölfuflagan allt um kring -- eða e-ð þess háttar.

Sigurður Hreiðar, 23.11.2007 kl. 09:19

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gaman að þessari frásögn, ég var 2 ár í Glasgow fyrst vann ég á elliheimili en fór svo í að vera aupair.  Fyrst í miðbænum Kirkle Circus og síðan í Newton Mearns.  Bjó reyndar fyrst í Paysley, skotar eru frábært fólk, einu sinni þegar ég fór í helgarferð í miðbæinn þá var skollið á lestarverkfall, og ég átti ekki fyrir leigubíl í útborgina.  Þarna voru miðaldra karlmenn á lestarstöðinni, þeir söfnuðu saman pening fyrir mig og kölluðu á leigubíl, sögðu að það væri ekki hægt að hafa svona unga stúlku aleina og eftirlitslausa í borginni.  Þegar ég kom svo á áfangastað vantaði upp á það sem leigubíllinn kostaði.  Leigubílstjórinn sagði þá að hann bara gæfi það sem eftir stóð, fyrst hinir hefðu verið svona almennilegir að púkka upp á fargjaldið..  Svona eru skotar í hnotskurn.  Enda hafa þeir búið til grínsögurnar um sína nísku sjálfir. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.11.2007 kl. 12:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband