Týpískt

fyrir hreppafjelagið okkar að komast í fréttirnar, eina ferðina enn, á neikvæðan hátt, best að ég drífi mig í sund Wink


mbl.is Bannað að bera brjóstin í Hveró
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Og bæjarstjóranum finnst þetta bara fyndið, ef marka má orð hennar.  En ef sundvörður er ekki í betra jafnvægi en svo að ber brjóst komi honum til að örvænta, þá á það ekki við hann að vera baðvörður.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.3.2008 kl. 17:14

2 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Satt segirðu Ásthildur

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 18.3.2008 kl. 17:21

3 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Það gæti verið að ákveðinn maður hafi verið á vaktinni og gleymmt sér aðeins yfir útsýninu og konan hans rekið hann út með bol .

Heyrðu Hulda ég ætlaði að fara að hringja í ykkur því að ég þarf að segja ykkur hjónum smávegis. Þannig var að ég fór á pöbbinn (Hofflandssterið) til að horfa á Manchester United slegið útúr bikarkeppninni, þó svo að ég hafi nú ætlað að sjá þá vinna leikinn en svona er lífið stundum, en hvað með það það var allt fullt og fékk að setjast hjá strák svona á að giska 11 til 13 ára eða á svipuðu þroskastigi og ég, þegar vel er liðið á leikinn komu svo tveir strákar á sama reki og settust hjá okkur, þeir höfðu verið á æfingu, þeir fengu á borðið sitthvora pizzuna og ég tók eftir því að annar þeirra sá að sá sem fyrir var var ekki með neinn disk, s.s hafði ekki verið að borða neitt og var svona að horfa eitthvað á hann og endaði á því að bjóða honum eina sneið áður en hann fékk sé sjálfur, svo sátum við strákarnir þarna og horfðum og spjölluðum, enda eins og fyr segir á svipuðu þroskastigi, svo fór drengurinn að fylgjast með vini sínum aftur og bauð honum aftur sneið áður en hann fékk sér aðra sjálfur, mér fannst þessi drengur mjög félagslega þroskaður og athugull um umhverfi sitt svo ég spurði hann hvort hann væri fæddur Hvergerðingur sem hann játti, ég gat nú ekki séð á honum hverra hann væri enda mjög ómannglöggur, sá ekki svip sem ég ætti að þekkja og spurði þá hverra manna hann væri, ég var bara stoltur af þessum unga manni og fannst að foreldrar hanns ættu bara að fá að vita hvernig drengurinn kemur fyrir innan um fólk, hann var ekki svona kurteis bara af því að ég sat við borðið hann sá mjög fljótlega að við vorum ekkert saman þarna, hann sagðist vera sonur Huldu og Hannesar.

Mig langaði bara að segja ykkur þetta.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 18.3.2008 kl. 22:08

4 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Þakka þér fyrir Högni að deila þessu til okkar hjóna  

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 18.3.2008 kl. 23:17

5 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Þið megið vera stolt af drengnum.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 18.3.2008 kl. 23:21

6 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Mamman segir bara takk

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 18.3.2008 kl. 23:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband