Næturbrölt

Páskanótt á í mínum huga að vera jafn friðsæl og jólanótt, reyndar á að vera smá spenningur hjá þeim sem leita páskaeggja í morgunsárið.  Við földum páskaegg gulldrengsins með tilheyrandi vísbendingum áður en við lögðumst til svefns Sleeping

En um klukkan fjögur um nóttina stendur gulldrengurinn við rúmið hjá okkur og heldur á einni vísbendingu, sem hann vill fá frekari útskýringar á W00t ég er nú ekki alveg jafn sátt við það og fæ hann til að fara sofa aftur Sleeping

Þegar ég er svo rétt að sofna, svona rúmlega fimm,hringir ekki síminn hjá rafvirkjanum W00t hann fer með tilheyrandi tilþrifum í útkall hjá slökkviliðinu. Jæja ég leggst aftur á koddann, og sofna hið snarasta. En Adam var ekki lengi í paradís W00t Rétt upp úr SEX kemur klaufdýrið heim (sem nota bene gengur um eins og fílahjörð) og hann í "ég held ég gangi heim" ástandinu, og þið vitið hvernig það fer þegar maður er vanda sig við að læðast, ÞAÐ VERÐUR TÍU SINNUM MEIRI HÁVAÐI

En ekki öll nótt úti enn hjá henni minni, svo ég rembist nú eina ferðina enn við að fara sofa Sleeping Nei of gott til að vera satt, um áttaleytið kemur rafvirkinn heim alveg miður sín, hvort að gulldrengurinn hafi vaknað til að leita að páskaegginu sínu, við höfðum nefnilega falið það í skottinu á bílnum þetta árið. En þar sem hann átti eftir að ganga frá niðri á slökkvuliðsstöð var ákveðið í skyndi að hafa það bara úti Errm

Ég leggst á koddan og vona nú heitt og innilega að gulldrengurinn sofi að minnsta kosti til tíu Halo

Klukkan níu heyri ég hann kalla: Sko mamma þegar maður fer í ferðalag þá setur maður farangurinn í skottið á bílnum EN ÞAÐ ER ENGINN BÍLL W00t

Ég fór á fætur til að leiðrétta þann misskilning Pinch


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kittý Sveins

Hahaha.. vá þvílík snilld!!!

Við hefðum getað vakað saman..

Ég svaf á varmá á páskanótt og svaf nánast ekki neitt vegna þess að dýnan sem að ég svaf á var ekki sú besta..

Erum nefninlega að taka baðherbergið í gegn og það var ekkert klósett þá nóttina á mínu heimili.. Það var ekki að gera sig fyrir ófríska konuna, sem að pissar þrisvar á nóttu ;) hehehe!!

Kittý Sveins, 25.3.2008 kl. 18:18

2 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Þú hefðir átt að sofa hér í Klettahlíðinni og ég á hótelherbergi, er viss um að það muni ég gera næstu páskanótt

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 25.3.2008 kl. 19:21

3 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Ertu viss um að Kitty verði ólétt þá

Högni Jóhann Sigurjónsson, 25.3.2008 kl. 20:35

4 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Hún gæti allavega verið ÓFRÍSK

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 25.3.2008 kl. 22:05

5 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Ókey, þú á hóteli og Kitty í rúminu þínu, hvar ætlarðu að hafa rafvirkjann?

Högni Jóhann Sigurjónsson, 25.3.2008 kl. 22:40

6 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Nú hann og Lalli verða örugglega í útkalli

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 25.3.2008 kl. 22:47

7 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Ég held ekki

Högni Jóhann Sigurjónsson, 25.3.2008 kl. 22:49

8 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Sko í 60 mínútum var sagt að það sé stórhættulegt að sofa ekki vel nokkrar nætur í röð... maður verður feitur (það hlaut að vera !!) og getur fengið sykursýki...fyrir utan svo margt annað neikvætt, svo nú fer ég að sofa til að ná af mé kílóunum sem fékk á mig á páskanótt, nú sjáðu hvernig aumingja Kitty er orðin af öllu þessu næturbrölti

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 25.3.2008 kl. 22:57

9 identicon

já þetta er náttúrulega bara snilldin ein Huldan mín, auðvitað hlaut það að vera af svefnleysi sem maður hefur bætt utan á sig... kannski ég sofi bara til sumars og vakni helmössuð og köttuð og passi bara í bikiníið sem ég var í áður en Róbert Ingi fæddist. :) Þetta er alveg ofsalega mikið að meika sens...jú hvers vegna fitna konur eftir barnsburð? Nú af því að skortir á svefninn.

Þá vitum við hvað þær gera þessar tágrönnu, þær bara sofa þar til börnin fara í skóla ahahahhahahahhah

Þú ert snilli

Dagný ösp (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 23:44

10 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Högni Jóhann Sigurjónsson, 26.3.2008 kl. 13:23

11 Smámynd: Kittý Sveins

Hahaha.. þið eruð frábær!!!

Rafvirkinn og Lalli voru klárlega saman á páskanótt þannig að það er aldrei að vita nema að það verði aftur að ári :)

Kittý Sveins, 27.3.2008 kl. 12:49

12 identicon

he he he snildin ein.... fela eggið í bílnum og fara með bílin á slökkustöðina he he he ég er nærri búin að pissa á mig af hlátri yfri þessari snildar sögu.
Vona bara að páskaeggið hafi bragðast vel... :)

Annars eigðu góða daga og sjáumst vonandi hressar bráðum :)

Ásta Lóa (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 00:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband