Hann er eins og hver annar verkamaður

þrælar alla daga til að eiga í sig og á.

Það er elsti bróðir minn, sem er vörubílstjóri (þetta er í genunum). Hringdi í hann í kvöld, aðallega að athuga hvar hann væri staddur? Það er nefnilega svo stutt fyrir mig að fara á "hraunið" Errm

Þegar ég innti hann eftir því hvort hann hefði nokkuð verið handtekinn í dag, sagðist hann ekki hafa tekið þátt í mótmælunum hingað til !!!!!!! og eina fangelsið sem hann færi í (ef til þess kæmi) væri SKULDAFANGELSI W00t

Var okkur þá tíðrætt um Kvíarbryggju, hann er komin yfir fimmtugt og slær aldrei slöku við, og það sem hann hefur heyrt um Kvíarbryggju er alls ekki svo slæmt. Þar eru menn í góðu yfirlæti fara i golf með frítt sjónvarp og internet og jafnvel einn dag í viku frí til þess að skreppa í bæinn. Þannig að eftir allt ævistarfið og puðið sem hefur ekki skilað neinu nema lúnum líkama og skuldum væri bara ágætt að hugsa til þess að eyða nokkrum árum á Kvíarbryggju og hvíla sig fyrir næstu orrustu ELLILÍFEYRINN

ÞVÍ EKKI LÆKKAR OLÍAN

P.S. Ef ráðmenn færu nú að vinna vinnuna sína (sem ég get látið mig dreyma um) og myndu nú lækka álögur á bensín og olíu, skyldu þeir sem eru á MÓTI MÓTMÆLUNUM ekki vilja kaupa ódýrara eldsneyti, NEI MÉR ER SPURN ???????


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er von að þú spyrjir Hulda mín.  Ég er líka hissa á þessum viðbrögðum, í stað þess að snúa reiðinni og pirringnum að stjórnvöldum, þá skjóta þeir sendiboðana. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.4.2008 kl. 11:34

2 identicon

Elsku frænka

Ég er stolt yfir því að karl faðir minn hafi ekki tekið þátt í þessu HELV. RUGLI sem þetta er orðið - þessi blessuðu mótmæli. Ég er alveg sammála með að þeir megi nú fara að vinna vinnuna sína þessir póli-TÍK-usar, en þetta er orðið of ómálefnalegt  hjá þessum bjánum sem eru að mótmæla- ég studdi þá fyrst en þeir eru búnir að fyrirgera þeim stuðningi sem þeir fengu frá mér allavega..

En hann pabbi minn fer sko ekki á kvíabryggju nema þá í bíltúr til að fara í berjamó  með barnabarnið og aftur heim

Stefí (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 17:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband