Malbikið og óþekka konan í Klettahlíðinni

fékk þessa mynd lánaða af síðu bæjarstjórans af malbikuðu götunni "minni" en það vekur jafnframt undrun mína á að lesa færsluna við þessa mynd, að hún ætlar sér að nýta malbikunarvélarnar sem staddar eru í bænum og láta malbika heimkeyrsluna hjá sér (ég er ekki að segja að hún fái það frítt þ.e.a.s. malbikið) þar tel ég að sé verið að mismuna bæjarbúum !!!!

Veit að þegar einn botnlanginn í Borgarhrauni var malbikaður, nú fyrir stuttu, fengu íbúar bréf þar sem þeim var boðið upp á að láta malbika heimkeyrslurnar fyrir X upphæð!!!!!!!!!!!

Engin hér í Klettahlíðinni hefur fengið tilboð um slíkt !!!!!!!!!!!!!!! Þó svo einhverjir hefðu viljað nýta sér það á meðan vélarnar voru í götunni.

Það er kannski hægt eftir á, veit ekki til þess að verið sé að malbika Heiðmörkina !!!!!!!!!!!!



Hér má sjá malbikaða Klettahlíðina


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Nákvæmlega!

Lífið er nefnilega saltfiskur. En það gengur bara svo óttalega misvel fyrir fólk að nálgast hnakkastykkin. Sumum finnst þó ekkert mál að troðast fram fyrir í röðinni til að ná sér í bita.

Soffía Valdimarsdóttir, 23.5.2008 kl. 12:26

2 identicon

Sammála síðasta ræðumanni og loksins á að taka Þórsmörkina sem er með þeim elstu hér í bæ vá það verður gaman að sjá.... En þokkalegur munur er fyrir ykkur að þetta sé LOKSINS búið......   Kv úr Hraunbænum eyðilegu götunni...ég auglýsi eftir fleiri íbúum í þessi tómu hús. Góður staður....

Lóa (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 16:18

3 identicon

Ekkert malbikunarboð fékk ég!!!!!!!!!

Frúin í Heiðmörk (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 20:41

4 Smámynd: Kristrún Heiða Þórarinsd Busk

nei það er alltaf svo skrítið með þenna bæ það eru bara sumir sem fá boðskort en aðrir ekki ;) en já gaman að sjá þetta var að keyra þarna áðan og sá að það var meira að seigja búið að steipa gangstéttarkanta eingin smá dugnaður þar á bæ ;)

kveðja úr borgarheiðinni

Kristrún Heiða Þórarinsd Busk, 23.5.2008 kl. 22:39

5 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Langar að segja frúnni í Heiðmörkinni að það sé eðlilegt að bjóða íbúum upp á þann kost að fá malbik í heimkeyrslur þegar verið er að brasast með allar vélar í götunni.

Mér finnst ekkert skrítið að hún hafi ekki fengið bréf þar sem mörg ár eru síðan Heiðmörkin var malbikuð !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 24.5.2008 kl. 11:05

6 identicon

Komið þið sælar!

Í ljósi færslna hér á síðunni tel ég rétt að það komi fram að hver sem er getur fengið malbikaðar hjá sér innkeyrslurnar með því að ræða við þá verktaka sem hér starfa. Guðmundur Sigurðsson sem rekur fyrirtækið Uppúrtekt ehf malbikaði með glæsibrag innkeyrslu undirritaðrar fyrir helgi og myndi án vafa gera það sama fyrir hvern sem um það biður.

Allar aðdróttanir í þá veru að bæjarfélagið hafi greitt fyrir þessa framkvæmd eru afar lágkúrulegar svo ekki sé meira sagt og ekki þeim til sóma sem slíkt setja fram.

Aldís Hafsteinsdóttir

Aldís Hafsteinsdóttir (IP-tala skráð) 25.5.2008 kl. 22:08

7 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Það kemur hvergi fram að þú hafir fengið það frítt, lestu færsluna.

Það sem ég er að tala um er að fólk veit ekki að þetta sé í boði þegar vélarnar eru við vinnu í bænum að hægt sé að fá malbikaða innkeyrslu GEGN GREIÐSLU.

Skortur á upplýsingastreymi frá bæjaryfirvöldum !!!!!!

Finnst skjóta skökku við að íbúar Borgarhrauns fengu slíkt boð en ekki íbúar Klettahlíðar.

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 25.5.2008 kl. 22:35

8 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Hver var að tala um að bæjarfélagið borgaði ??? Ekki sú sem þetta skrifar og ekki sú sem hér bloggar. Svo mikið er víst. Enda peningar ekki umfjöllunarefnið heldur meintur aðstöðumunur og skortur á upplýsingum og/eða þjónustu við hinn almenna bæjarbúa.

Það hvarflar ekki að manni að það sé yfirleitt í boði að fá eina og eina innkeyrslu malbikaða svona í framhjáhlaupi (gegn greiðslu auðvitað svo það fari nú ekki fyrir brjóstið á neinum!!!) þegar um stærri og fyrirfram umsamdar framkvæmdir á vegum bæjarfélagsins er að ræða.

Það sem hér er deilt á og undir er tekið, er eins og áður segir skortur á upplýsingaflæði kannski umfram annað. Þess vegna var þessi annars saklausa bloggfærsla bæjarstjórans fyrst og fremt klaufaleg og varð ófáum bæjarbúum að umræðuefni í kjölfarið. Það eru bara ekki allir eins heiðarlegir og Óþekka konan í Klettahlíðinni - hún sagði upphátt það sem aðrir hvískruðu.

Svo frábið ég mér hér með allar frekari aðdróttanir um að ég sé með aðdróttanir um meint athæfi sem ég hef ekki minnst á einu orði.

Soffía Valdimarsdóttir, 25.5.2008 kl. 23:23

9 Smámynd: Elías Óskarsson

sæl Hulda mín, þú hefðir nú bara átt að tala við hann Sólmund ef þú vildir láta malbika hjá þér innkeyrsluna, nógu lengi voru þeir í Klettahlíðinni. engir bæjarbúar hafa fengið bréf þess efnis að þetta sé til boða. en þeir sem hafa malbikað hjá sér hafa sjálfir haft fyrir því að tala við verktakanna sem eru að vinna við þetta hér í bænum, þeir eru jú nokkuð fyrirferðamiklir.

Elías Óskarsson, 28.5.2008 kl. 20:24

10 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Sæl veri þið hér og vonandi fóru þið ekki ílla útúr skjálftunum.

Mig langar aðeins að leggja orð í belg, ég skal til að byrja með viðurkenna að Aldís er uppáhalds bæjarstýran mín bara svona ef ykkur finnst mitt innlegg litað, ég skal viðurkenna að það hefði verið snjalt af verktakanum og eða verkstjóra áhaldahússins að hugsa fyrir þessu og bjóða góða "díla" fyrir malbikun innkeyrslna.

Mér finnst fólk alltof oft hafa tilhnegingu til að ætla fólki sem er í pólitik að vera að misnota aðstöðu sína og þið Hulda, Soffía, Kristrún og frúin í Heiðmörk (sem þorir í þokkabót ekki að skrifa undir nafni) gefið það alveg í skyn að svo sé í þessu tilfelli, þið getið alveg séð það þegar þið sjáið þau systkyn Hafsteinsbörn og maka þeirra að þetta er mjög duglegt fólk og útsjónarsamt og þessvegna þarf einginn að verða hissa þó svo að þeim detti sú hugmynd í hug að nota tækifærið, hvert sem það er hverju sinni. Það hefur alltaf verið opið hjá öllum verktökum að athuga svona smá "hjáverk" svo að ykkur er í lófa lagið að tala við þá.

Enn malbikuð innkeyrsla er nú ekkert augnayndi, nema garðurinn sé þá bara allur malbikaður sérstaklega hjá fólki sem heldur engar skeppnur og þarf því ekkert hey.

Elías!!! Það vantar ennþá skylti á gatnamót Heiðmerkur og Dynskóga, skyltið á húsinu, á bak við trén, sést ílla á vetrum hvað þá þegar trén eru laufguð og fólk gáir ekki lengur að skyltum einhversstaðar í hverfinu þau eiga að vera á staurum á götuhornum og svo annað Elías, fyrirgefðu mér orðbraggðið, maður í þinni stöðu á ekki að fara að orðhnippast við íbúa bæjarins því að þú ert þjónn allra íbúa Hveragerðisbæjar hvar í pólitik sem þau eru og hvaða skoðannir sem þau hafa.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 30.5.2008 kl. 23:08

11 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Elías!!!! Ég sá áðan að skyltið er komið upp, ég bist afsökunnar á því að skamma þig fyrir skyltisleysið. 

Högni Jóhann Sigurjónsson, 31.5.2008 kl. 19:18

12 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Högni bendi þér á að lesa færslu Aldísar þar sem hún talar um að malbikunarvélarnar séu í bænum.

Ég er að tala um aðstöðumun. Þú þarft greinalega að vera bæjarstarfsmaður líkt og Elías og Aldís til þess að vita hvar þær eru staddar og hvenær. Bæjarstjórinn hélt fund með íbúum Klettahlíðar í mars og lofaði íbúm betri upplýsingum í framhaldi, það gerðist ekki og það er eitt af því sem ég er ósátt með. Þetta er sagan endalausa og vinnu við Klettahlíðina ekki enn lokið.

Og fyrir alla muni ekki draga fólk inní þessa umræðu sem kemur málinu engan vegin við.

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 31.5.2008 kl. 21:40

13 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

,,ég skal viðurkenna að það hefði verið snjalt af verktakanum og eða verkstjóra áhaldahússins að hugsa fyrir þessu og bjóða góða "díla" fyrir malbikun innkeyrslna,,

,,Það hefur alltaf verið opið hjá öllum verktökum að athuga svona smá "hjáverk" svo að ykkur er í lófa lagið að tala við þá,,

Hulda mín, ég sagði einmitt að mér finndist að hvort heldur sem er verktaki eða verkstjóri hefðu getað hugsað fyrir þessu og einnig að verktakar eru opnir fyrir svona "hjáverkum" og í bæ eins og Hveragerði sem er í örri byggingu getur fólk nú alveg búist við að malbikunnarvélar séu eitthvað á ferðinni og þá bara kynnt sér það nánar, það á ekki að þurfa að mata fólk endalaust.

Ég skal alveg taka undir það að upplýsingaflæði mætti vera betra þar er nærri altaf hægt að gera betur, en það er líka alveg í lagi að fólk hugsi.

Úbbs, hvern var ég að draga inní umræðuna, ég sé það ekki, gefðu mér hinnt svo ég geti beðist afsökunnar og leiðrétt mig.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 31.5.2008 kl. 22:11

14 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

"þið getið alveg séð það þegar þið sjáið þau systkyn Hafsteinsbörn og maka þeirra að þetta er mjög duglegt fólk og útsjónarsamt og þessvegna þarf einginn að verða hissa þó svo að þeim detti sú hugmynd í hug að nota tækifærið, hvert sem það er hverju sinni."

Vertaki í götunni var undirverktaki og sagði okkur að við værum ALLT OF SEIN að biðja um malbik, svo í hverra höndum var stjórnunin og eftirlit?

Bæjarstjórnar og hver er í forsvari fyrir bæjarstjórn, bæjarstjórinn ekki satt. Hún sem lofaði okkur íbúum öllu fögru þann 11.mars og síðan hefur ekkert til hennar spurst í sambandi við götuna.

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 31.5.2008 kl. 23:09

15 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Ég er nú ekki að blanda fólki í umræðuna Hulda, þú slítur þetta dæmi sem ég tók um duglegt fólk og útsjónarsamt, úr samhengi.

,,Mér finnst fólk alltof oft hafa tilhnegingu til að ætla fólki sem er í pólitik að vera að misnota aðstöðu sína og þið Hulda, Soffía, Kristrún og frúin í Heiðmörk (sem þorir í þokkabót ekki að skrifa undir nafni) gefið það alveg í skyn að svo sé í þessu tilfelli, þið getið alveg séð........................

Það sem ég er að segja er að fólk má heldur ekki gjalda þess að vera í þeirri stöðu að vera pólitíkusar og ekki síður það að bæjarstýran og hennar fólk er útsjónarsamt og jú það verður ekki fyrir það þrætt að hún var betur að sér um komandi framkvæmdir en margir aðrir, en ég mun ekki trúa því að vélarnar hafi byrst þarna án nokkurs undirbúnings.

Ég tek aftur undir með þér Hulda að upplýsingaflæði má alveg vera meira og það er auðvitað ekkert annað en mismunun að bjóða þeim í Borgarhrauninu en öðrum ekki, þó veit ég ekki hvort að verktakinn hafi stjórnað því eða bærinn.

Mín skoðun á þessu svari undirverktakans er að hann hafi gleymt að hugsa því að hafi verið talað við verktakanna um það leyti sem þeir byrjuðu jarðvegsskipti hefði það ekki verið neytt mál að taka nokkrar innkeyrslur með, hafi eigendur þeirra verið tilbúnir ss, búnir að jarðvegsskipta og taka í hæð, en best er auðvitað að fólk fái tækifæri á að vera með frá upphafi OG malbikaðar innkeyrslur eru ljótar.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 1.6.2008 kl. 00:05

16 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Elías Óskarsson segir við aðra færslu hér á síðunni framkvæmdir í götunni eitt klúður sem ekki er lokið.  Í þeirri færslu segji ég jafnframt að fólk sem býður sig fram í áhrifast0ður með atkvæði almennings á bak við sé ekki yfir gagnrýni hafin.

Ég hef eingöngu verið að gagnrýna bæjarstjórann og bæinn fyrir að sinna ekki því sem lofað var.

Og gáðu að því að bæjarstjórinn er líka "frú í Heiðmörk"

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 1.6.2008 kl. 00:24

17 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

 Vertu ekki svona reið Hulda það er óholt.

Já ég er ekki hrifinn af því að starfsmenn bæjarins séu að "gapa" þetta, þeir hafa til þess annan vetvang og allra síst eiga yfirmenn bæjarins að vera að munnhöggvast við íbúana.

Það er bara alveg rétt hjá þér að þau eru alls ekki yfir gagnrýni hafin, enda tjáir "frúin" sig hér ofar, enn við meigum samt ekki falla í þá gryfju, sem mér finnst alltof margir falla í, að ætla pólitíkusum alltaf að vera að misnota sér aðstöðu sína.

Þú átt alveg fullann rétt á því að gagnrýna og á meðan þú læsir ekki commentakerfinu hjá þér á ég fullann rétt á að tjá þér mína skoðun, sem er mjög samhljóma þínum, en verð að taka það enn einu sinni fram að það má ekki alltaf ætla pólitíkusum að misnota aðstöðu sína, ég ætla nebblega í framboð næst.

Ef Aldís er bæjarstjóri þá er Lalli frúin

Högni Jóhann Sigurjónsson, 1.6.2008 kl. 00:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband