Svei mér þá

ef að malbikunarfærslurnar hafa ekki bæði komið af stað umræðu í bænum og mér á (ó)vinsældarlistann !!!!!! En í upphafi stóð til að vekja fólk til umhugsunar, og að fólk sem kýs að taka að sér ábyrgðarhlutverk er ekki yfir gagnrýni hafin svo ég tali nú ekki um þá sem eru með atkvæði almennings á bak við sig, en ekki að afla mér (ó)vinsælda.

Þær virðast ekki hafi hlotið jafn mikinn fögnuð hjá öllum, sem betur fer, það væri slæmt ef við hefðum öll sömu skoðunina. Og fyrst ég minntist á það þá ber öðrum fjölskyldumeðlimum ekki að svara fyrir mínar skoðanir og færslur hér á blogginu, það geta allir gert inn á þessari síðu, nú eða sent mér tölvupóst ef þeir hafa athugasemdir fram færa varðandi þær.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elías Óskarsson

sæl Hulda, þetta er allt á hreinu og vonandi verður klettahlíðin til friðs í framtíðinni. það er allveg sama hvar er drepið niður við þessa götu allstaðar einhver mistök t.d kantsteinalögnin, malbikunarvél bilar við hálfnað verk and so on. við skulum ekkert minnast á bölvað kaltavatnið. annars er þetta skemmtilegt blogg hjá þér.

Áfram Liverpool 

Elías Óskarsson, 28.5.2008 kl. 22:46

2 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Já Satt segirðu Hulda, það er ekki vanþörf á að ræða málin. Ef ég væri í bæjarstjórn myndi ég fagna því að fólkið í bænum segði sína meiningu opinberlega - nóg er nú baktjaldamakkið samt.

Þeir sem kjósa að þiggja sína vinnu vegna stöðu sinnar í pólitík í stað þess að lúta almennum reglum um mannaráðningar og hæfnismat verða að átta sig á því að þeir eru undir stöðugu eftirliti pólitískra andstæðinga sinna og eins flokkssystkina sem bera skynbragð á veikleika slíkra stöðuveitinga. Þannig er nú bara það - burt séð frá því hvað viðkomandi einstaklingur heitir eða er hugsanlega vönduð manneskja svona þar fyrir utan.

Hafðu ekki áhyggjur af (ó)vinsældunum - það þarf stundum að brýna svo bíti.

Soffía Valdimarsdóttir, 29.5.2008 kl. 09:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband