Erum að spá í að grilla í kvöld

Grilltímabilið í hámarki. Allir að grilla. Húsmæður gleðjast yfir því að þurfa ekki að standa yfir pottunum, því bóndinn sér um grillið. VEI!

 

  • Þannig gengur þetta fyrir sig:

Frúin kaupir í matinn.

Frúin býr til salat, græjar grænmeti sem á að grilla, og býr til sósu.

Frúin undirbýr kjötið. Finnur til rétta kryddið, setur kjötið á bakka ásamt grilláhöldum.

Bóndinn situr við grillið, með bjór í annarri

 

  • Lykilatriði:

Bóndinn setur kjötið á grillið!

Frúin fer inn, finnur til diska og hnífapör.

Frúin fer út, og segir bóndanum að kjötið sé að brenna.

Bóndinn þakkar henni fyrir, og biður hana um að koma með annan bjór á meðan hann tæklar ástandið.

 

  • Annað lykilatriði

Bóndinn tekur kjötið af grillinu, og réttir frúnni.

Frúin leggur á borð.Diskar, hnífapör, sósur, salöt og annað meðlæti, ratar á borðið.

Eftir matinn gengur frúin frá öllu.

 

  • Mikilvægast af öllu:

 

Allir þakka BÓNDANUM fyrir matinn, og hversu vel HONUM tókst upp.

Bóndinn spyr frúna hvernig henni hafi líkað frídagurinn“...og eftir aðhafa séð svipinn á henni, ákveður hann að það sé ómögulegt að gera konum til geðs!

 

 

Ég skal nú segja ykkur svona á milli vina þá GRILLA ÉG LÍKA !!!!!!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: JEG

OMG hahaaha....... Snilld. En svona er þetta víða. Ekki hjá mér því minn er aldrei með bjór við grillið (þegar HANN grillar) og það er enginn stóll við grillið heldur þannig að ég flokkast ekki undir "víða".  Annars er það jú einmitt ég sem undirbý allt og grilla ca. 50-60 % tilfella þar sem hann er oftast úti á túni að heyja þegar grillað er. En ég grilla nánast flest á sumrin en það gera kannsi fleirri. Held að ég girlli allt nema fars og bjúgu hihihi....

Knús á þig og ég myndi þakka þér fyrir matinn hehe.... GRILLMEISTARI.

Kveðja úr sveitinni.

JEG, 18.7.2008 kl. 14:17

2 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Þú átt greinilega langt í land með að skilja þetta Hulda mín

Heimir Eyvindarson, 18.7.2008 kl. 20:13

3 identicon

Hehehehe... so true.

En hins vegar mín kæra, skal ég kenna þér einhverntíman hvernig maður lætur þá klára allann pakkann.. tók nokkur skipti og svo bara kom það.

Knús á þig  

Guðrún B. (IP-tala skráð) 18.7.2008 kl. 21:07

4 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Ég tek undir með Heimi, þú átt greinilega langt í land, þessi fræði eru dýpri en svo að kjeddlingar nái þeim á örfáum árum og svo kemur Guðrún B. og upplýsir okkur um heimilisofbeldi gagnvart meintum húsbónda hennar heimilis.

T.d. Hulda, þá tökum við grillið alveg sjálfir frá veggnum og kveikjum alveg sjálfir upp í því og það er mikil pæling á bak við  þær athafnir og bara sanngjörn hlutverka skipting að á meðan við pælum í hvernig við getum bætt "forgjöfina" gagnvart nágrannanum, og göngum frá grillinu aftur að veggnum, að Húsmóðirin gangi frá nokkrum diskum í vélina og beri með sér einn og einn bjór, enda einhverrahluta vegna sífellt á hlaupum.

Það má ekki gleymast að það skiptir máli hvernig við berum okkur gagnvart nágrannanum, við verðum að grilla hann líka.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 20.7.2008 kl. 14:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband