Ég er bara góður í dag

Jú það er kreppa og hún hefur ekkert farið fram hjá okkur hér í Klettahlíðinni.

Hér á heimilinu eru tveir iðnaðarmenn rafvirkinn og wanna be rafvirki = klaufdýrið, rafvirkinn er orðin ríkisstarfsmaður, jú í haust þáði hann vinnu hjá RARIK (langaði að breyta, hjúkk) klaufdýrinu (sem er með eindæmum duglegur og úrræðagóður) var sagt upp sinni vinnu.

Hann fór vestur á Reykhóla í morgun og ætlar að halda áfram að læra að leggja rafmagn, samdi við kennarann sinn í kvöldskóla FB, sem leist svo vel á sjálfsbjargarviðleitnina í drengnum sagði honum að drífa sig vestur, passa sig að mæta prófinn.

Ég er svo heppin að vera á Elló, fólk hættir nefnilega ekkert að verða gamalt þó að það sé kreppa.

Gulldrengurinn, sem ég fer nú að kalla blaðamanninn því nánast í hverri viku er hann á síðum sunnlenskra blaða, er með nýjan frasa í kreppunni : Ég er bara góður í dag.

Held að við ættum að fara inn í helgina með frasann hans.

Eða ertu ekki annars bara góður í dag????


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: JEG

Knús á helgina þína og jú við erum bara nokkuð góð hér í Hrútósveitó. 

JEG, 14.11.2008 kl. 18:54

2 identicon

Þetta er bara góður frasi    hann er ekki bara fyrir helgina heldur hvern dag. Tek þennan með inn í daginn ....       ég er bara góð í dag    

Ásta Lóa (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 00:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband