Þjóðbúningur í lágmarksnotkun !!!

Ástæðan fyrir færslu minni að þessu sinni er sú að við í vinnunni ætlum að fara halda þorrablót með þjóðlegu ívafi. Smile 

Jú allt gott og blessað og höfum við sem í stjórn sitjum, hvatt þær konur sem eiga þjóðbúning að mæta í honum. Wink

En viðbrögðin sem við höfum fengið eru ansi misjöfn Blush .......... eruð þið vitlausar að mæta í þjóðbúning á þorrablót !!!!!!!

Ég sem dvalið hef löngum í Færeyjum þar sem konum jafnt og körlum þykir sjálfsagt að flagga þjóðbúning sínum við hvert tækifæri og eru mjög stolt af því, er mjög hissa, vægast sagt !!!!!!!

Veit ekki hvort nokkur sé sammála mér, en mér er nokk sama.

Það er kannski ekki nema von að við séum á vonarvöl sem þjóð, þjóð sem situr með þjóðbúninga sína lokaða ofan í kistum, jafnvel í bankahólfum, af því að við tímum ekki að vera þjóðleg nema við svo hátíðleg tækifæri að telja mætti þau á fingrum annarra handar yfir heila mannsævi !!!!!!

Þjóðbúningur á að endurspegla þjóðina hverju sinni og þegar að svo er komið fyrir þjóð að ekki er á allra færi að eignast þjóðbúning, er hann þá þjóðbúningur ????????

Nú vil ég hvetja hönnuði þessa lands að koma fram með tilbrigði við íslenskan þjóðbúning, sem endurspeglar þjóðina ásamt því að leiða saman gamla og nýja tíma, sem konum þessu guðsvoluðu þjóðar væru stoltar af og hefðu fjárráð til að flagga slíkum búning við öll tækifæri.

Íslenskur búningur

 

 

Hefðbundinn færeyskur búningur

Tilbrigði við færeyeskan þjóðbúning


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir

Færeyska tilbrigðið er einstaklega vel heppnað.

Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir, 16.1.2009 kl. 17:42

2 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Áhugaverð pæling hjá þér Hulda!

Hvenær er hefð lifandi og hvenær ekki?

Samkvæmt mínum fræðum - eða réttara sagt minni túlkun á þeim, er hefð ekki lifandi nema hún sé í notkun og þá um leið mótun í meðförum þeirra sem deila henni.

Íslenski búningurinn er ekki þjóðbúningur. Enda var hann hannaður á einu bretti af einum manni og um hann slegin skjaldborg ráðandi elítu þess tíma. Á þeim tímapunkti dó hefðin.

Eftir stendur svo handverkshefð þ.e.a.s. um það verklag að sauma þennan tiltekna fatnað eftir þessum föstu og um leið deyðandi reglum.

Íslendingar eiga ekki þennan búning, heldur Sigurður (málari) Guðmundsson sem er löngu dauður.

Soffía Valdimarsdóttir, 17.1.2009 kl. 13:08

3 identicon

Ja hérna hér.... hvaða elítu kjaftæði er þetta .... búll shitt... þó að þessi málari hafi hannað kvennmannsföt þá dó ekki hönnunnin og hugmyndin á bakvið hana með honum.  Hvað eru eiginlega margir karlmenn í heiminum sem hanna kvennmansföt ??? ekki eiga þeir öll fötin, þetta verður framleiðsla ......þeir eiga bara hönnunina....

En ég er sammála þér Hulda mín að auðvita eiga Íslendingar að nota þennan klæðnað við öll þau tækifæri sem þeir geta. Ekki bara í brúðkaupum barna sinna, eigin brúðkaupum eða útskriftar stundum. Það er varla að þessu sé skartað á sjálfan þjóðhátíðardaginn.
já ég tek undir með þér að auðvita eiga þeir sem eiga þessu fallegu búninga að skarta þeim á þorrablóti.... þorrablót er hvorteð er þjóðlegur siður.   En mér finnst tilbryggði Færeyinga snildin ein... afhverju í ósköunum tekur engin karl sig til og býr til tilbryggði við þann íslenska ?  Það væru þá kannski fleiri sem ættu búninga.... mer finnst nú til dæmis þessi íslenski karlabuningur algjört tilbryggði..... sá gamli er miklu meira sjarmerandi.... skildi hann vera hannaður af konu sem er löngu dauð ????

Knús til þín Hulda mín....

Ásta Lóa (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 13:22

4 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Málið snýst um að búningurinn er því miður ekki lengur alþýðuhefð. Slíkar hefðir eru höfundarlausar og þess vegna eign allra sem deila þeim og um leið er öllum frjálst að þróa hefðina eftir þörfum og þótta á hverjum tíma.

Um leið og ákveðinn höfundur kemur til verða til höft og reglur eins og til að mynda höfundarréttur sem er lögbundinn. Þótt svo hönnun Sigurðar sé ekki beinlínis varin með höfundarréttarákvæðum þá er til nokkurs konar reglugerð um hvernig skuli sníða hann, sauma og bera. Um alþýðuhefðir gilda engar reglugerðir. Þær lúta þörfum þjóðar eða hóps.

Það var nú bara það sem ég vildi sagt hafa. Persónulega finnst mér að við ættum að leggja okkur fram um að hundsa þennan ramma. Mig langar til dæmis í upphlut með skjuði sem nota má við bol og gallabuxur eða þröngt pils.

Soffía Valdimarsdóttir, 17.1.2009 kl. 18:52

5 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Soffía, ég fann þetta á netinu (hvar annars staðar)

Einu afskiptin sem Sigurður hafði af upphlut, og þá af flíkinni með þessu nafni, eru þau að hann lét í ljós áhyggjur af því að upphluturinn væri að hverfa og "í stað hans kominn ljótr leggíngalaus bolr, mylnulaus og eyðilegr," eins og hann komst að orði í ofannefndri grein. Mæltist hann til þess að konur hefðu fallega upphluti sem þær gætu sýnt til dæmis "inni í húsum eða á sumrum, þegar þær þurfa ekki peisu eða treyju." Á teikningu eftir Sigurð sem til er í Þjóðminjasafni Íslands sést fólk við vinnu í baðstofu; af þremur konum þar er ein léttklædd: í upphlut með millum og borðum, en hinar tvær fullklæddar á peysufötum.

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 17.1.2009 kl. 21:26

6 identicon

Íslenski búnin er sera sera flottur!

Minnist tá vit høvddu vitjan av Ísafirði - sum er vinarbýður við Skála - at dámurnar bóru búnan og eg hevði aldri sæð nakað flottari  Síðani havi eg bert sæð Íslenskar kvinnur í búnanum einar 2 - 3 ferðir og haldi at tað er synd at hann ikki verður brúkur meir

Soleiðis er tað við so nógvum, vit skulu eiga alt.... eisini tað sum vit ongantíð koma til at brúka  skilji einki...

Men tað kann man gera nakað við  nýtt fólk, nýggjar tíðir! Lat okkum fáa virði í tað sum vit eiga og búnin eigur fyrsta plássið hjá ein tjóð!

Jonnhild (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 23:41

7 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Já hann lagði mesta áherslu á að hanna hátíðarbúning (skautbúning) á íslenskar konur sem bæði honum og ýmsum öðrum framámönnum þess tíma þótti sárlega vanta. (Þetta var allt samhangandi við Sjálfstæðisbaráttuna, þjóðernishyggjuna og var jafnvel hluti ákveðins aðgreiningarferlis sem átti sér stað þegar borgarar/borgarastétt var að byrja að myndast í landinu með tilkomu stjórnsýslumiðstöðvar í Reykjavík í kjölfar Innréttinganna).

Upphluturinn og peysufötin eru hins vegar mun nær því sem tíðkaðist í alvörunni meðal Íslendinga á 18. og 19. öld.

Annars bara er það almennt synd að hefðin skuli ekki vera sprækari eins og þú varst að segja í þinni færslu Hulda .............. og frábært að við skulum yfirleitt vera að ræða þetta !

Soffía Valdimarsdóttir, 18.1.2009 kl. 10:45

8 identicon

Hef oft mætt í mínum búningi á þorrablót.

Guðbjörg Friðriks (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 13:51

9 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Já Guðbjörg þú ert ein af þessum stoltu eigendum, sem fleiri mættu taka til fyrimyndar, að flagga sínum þjóðbúning eins oft og þær geta, hef meira að segja hitt þig á 17. júní í þjóðbúning

Veit líka að vestfirskar konur eru duglegar að nota sína

Ég á líka einn og myndi óspart nota hann ef ég bara kæmist í hann, hann er síðan 1974 þá var ég örlítið minni og kannski mjórri, en ég passa í skotthúfuna og hef nú hug á að nota hana 

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 19.1.2009 kl. 18:07

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Í Bolungarvík koma allar konur klæddar íslenska þjóðbúningnum.  Og hér á þorrablótum skarta konur stoltar sínum búningum.  'Eg myndi klæðast slíkum ef ég ætti.  Þannig að ég bara skil ekki svona afstöðu.  Knús á þig Hulda mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.1.2009 kl. 10:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband