Gott að búa í Hveragerði

já tölur segja okkur að Hveragerði sé fimmti besti staðurinn á Íslandi til að búa á heyr heyr, fagna því og er sammála hér er gott að búa.

Besti skólinn á landinu og tók nýverið upp á að bjóða börnunum upp á frían hafragraut á morgnana, sem gulldrengurinn kemur til með að nýta sér á miðvikudagsmorgnum, eftir morgunæfingu. Hina dagana er hann svo heppinn að mamma hans sér um grautinn Wink

Við vorum akkurat í skólanum seinnipartinn í dag, á árshátíð miðstigs, sem var hreint frábær í alla staði, þau eru yndisleg þessi börn Heart Gulldrengurinn tók að sjálfsögðu þátt og kynnti geisladisk hljómsveitarinnar í RAUÐUM FÖTUM.

Hann var búin að segja okkur að í kjallara skólans hefðu þeir fundið eldgamla rauða jakka sem þeir félagar ætluðu að klæðast.

Okkur brá þegar við þeir komu fram á sviðið og eiginlega skellhlógum

þetta voru gömlu lúðrasveitabúningarnir sem rafvirkinn klæddist þegar lúðrasveitin fór til Færeyja 1988 SmileSmileSmile

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Besti skólinn?

Eru Guðjón, Sigurveig og Magga elskan hætt?

Högni Jóhann Sigurjónsson, 19.2.2009 kl. 23:11

2 identicon

Ekki átti ég nú von á að sjá þessa búninga í notkun aftur.  Þetta finnst mér bara fyndið.

Knús á liðið

Eygló Kr. (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 23:24

3 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Guð, ekki þekkti ég þessa búninga enda blessunarlega hætt að kvelja fólk með trompetleik mínum þegar þetta var. En svona þegar þú segir það þá rámar mig eitthvað í þinn mann í þessu átfitti með sítt að aftan!

Soffía Valdimarsdóttir, 19.2.2009 kl. 23:44

4 identicon

Þetta var í alla staði frábær árshátíð!

Guðbjörg (IP-tala skráð) 20.2.2009 kl. 08:50

5 Smámynd: Vilborg

Hehehe!

Man allavegana eftir Eygló í þessum búningum

*Knús í Klettahlíðina*

Vilborg, 20.2.2009 kl. 09:24

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta hefur bara verið fyndið Hulda mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.2.2009 kl. 10:31

7 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Högni svar til þín kostar aðra bloggfærslu.

Eygló lengi er von á einum, en að sonur minn færi í þessi föt

Árshátíðin frabær í alla staði og við erum enn að hlægja

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 20.2.2009 kl. 15:29

8 Smámynd: JEG

Innlitskvitt og kveðja úr snjónum sem kemur og fer norðan heiða. 

JEG, 20.2.2009 kl. 17:10

9 identicon

Heil og sæl; Hulda, sem þið önnur, hér á síðu !

Hvað hefir hreppsnefndin (bæjarstjórnin); greitt þér fyrir, að bera annan eins þvætting á borð, Hulda ? Eða;; svo mætti ætla, að óskoðuðu.

Að öllu gamni; slepptu.

Eitt; hinna þriggja vandræðasömustu sveitarfélaga, á Suðurlandi, ásamt Eyrarbakka og Selfossi, hvað jarðfræðilega þætti snertir, hafir þú ekki náð, að fylgjast með tíðindum undanfarinna missera, sem ára, úr jarðskorpunni, hér um slóðir, og viðvarandi hræringum þar. 

Hefi áður nefnt; hér hjá þér, afleitt þjónustustig, hvað varðar aðdrætti heimilis nauðsynja (Þorlákshöfn 2 x 20 km. - Selfoss 2 x 13 km), hverjar oftlega, finnast ei, í verzlun mangaranna, hjá Baugs veldinu, niður á Sunnumörku, svo eitt dæma sé tekið.

Ég fullyrði; að Arnar bróðir þinn, stórvinur minn, austur á Rauðalæk, í Holtum austur, og hans slekti, eru mun betur, í sveit sett, fremur okkur, Hulda mín, svo dæmi sé tekið, úr dreifbýlinu.

Hugði; að stórvinur minn, Högni fiskeldisfrömuður kæmi inn á fleirri þætti, í þessu sýndarveruleika plássi, hvert með réttu, tilheyrir reyndar; Þorlákshöfn og sveitinni umhverfis - ætti alls ekki, að vera sjálfstætt sveitarfélag (það er; Hveragerði), eins og mál hafa þróast hér, að undanförnu.

En; sá er hængur á, að Grindavík þyrfti, jafnframt, að sameinast okkur, og þeim niður í Höfn, svo raunhæft mætti kalla - en mögulegt þó, með tilkomu hins nýja Suðurstrandarvegar, að hverjum er nú unnið, Hulda mín.

Svona horfa nú mál við; undir lok fyrsta áratugar 21. aldarinnar  - gæti varla, hafa verið verra, fyrir 50 - 60 árum, að minnsta kosti, hvað þjónustu stigið snertir, gott fólk.

Með beztu kveðjum; í efri bæinn, til ykkar Hannesar /

Óskar Helgi Helgason - neðri byggðinni 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 22.2.2009 kl. 16:18

10 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Mér hefur alltaf fundist gott að búa í Hveragerði Óskar Helgi þó ég hafi ekki mikið álit á skólanum okkar og svo er ég blár eins og þú veist Óskar að ég set ekki út á Aldísi eða hennar stjórn að sinni.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 22.2.2009 kl. 16:28

11 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Högni mér sýnist sem Óskari þyki jafngott að búa hér og okkur, hann er hér enn, þó svo margt meigi betur fara.

Óskar minn þú ættir kannski bara að flytja á lækinn rauða

Ég hef alltaf verið jákvæð fyrir skólanum okkar og er ekki sammála Högna, tel að heimili og skóli þurfi að vinna vel saman og það hef ég einsett mér að gera, vera í góðu sambandi við kennara barna minna og nú eru mínir synir langt í frá að vera einhverjir englar eða námshestar.

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 23.2.2009 kl. 16:39

12 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Ekki orð um skólann Hulda, ekki orð.

Óskar Helgi kann ábyggilega vel við sig í Hveragerði og er í þokkabót sjálfstæðismaður og þannig sem sagt stuðningsmaður núverandi bæjarstjórnar - held ég.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 23.2.2009 kl. 18:43

13 identicon

Komið þið sæl; á ný !

Hulda ! Ekki er ég einn; í ráðum, hvað búsetuna snertir. Væri annars; löngu héðan farinn, norður að Íshafi (í Húnavatnssýslur), eða þá, vestur í Reykhólasveit, hver ei væri lakari kostur, ýmsum annarra.

Högni ! Þú vekur mér bræði nokkra (Sjálfstæðisflokkurinn er; einmitt, að gera út af við mig, persónulega - sem hans stjórnarhættir!!!), með kerskni þinni, hver allsendis missir marks, að þessu sinni, fóstri góður. 

En; mér er runnin reiðin, að nokkru, gott fólk um hríð.

Með beztu kveðjum; enn á ný /

Óskar Helgi Helgason   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 21:39

14 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

 Mátti til Óskar, bara gat ekki setið á mér.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 24.2.2009 kl. 08:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband