Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Nóg að gera á stóru heimili

Á laugardaginn fórum við með gulldrenginn á fótboltamót í Borgarnes

Um kvöldið hélt einn af stuðboltunum upp á fertugsafmæli sitt

Og á sunnudag vorum við í grilli í faðmi Litlagerðisfjölskyldunar

 

 

 


Fólk sem fætt er fyrir 1990 ætti að vera dáið samkvæmt þessu

Já, samkvæmt löggjöfum og skriffinnum nútímans ættu þau okkar sem voru börn á 5., 6., 7. og 8. áratuga síðustu aldar ekki að hafa lifað af.
HVERS VEGNA VAR ÞESSI NIÐURSTAÐA OKKAR SVONA?
-Jú, barnarúmin okkar voru máluð með blýmálningu.

-Það var engin barnalæsing á lyfjaglösum, hurðum eða skápum og þegar við hjóluðum notaði ekkert okkar hjálm.

-Sem börn sátum við í bílum án öryggisbelta og/eða púða.

-Að fá far á vörubílspalli var sérlega gaman.

-Við borðuðum brauð með smjöri, drukkum gos með sykri, en fæst okkar lentu í offituvandamálum, því við vorum alltaf úti að leika

-Við deildum gjarnan gosflösku með öðrum og allir drukku úr sömu flöskunni án þess að nokkur létist.

-Við vörðum löngum stundum í að byggja kassabíl úr dóti og drasli og þutum á honum niður brekkuna, bara til að uppgötva að við höfðum gleymt bremsunum. Eftir nokkrar veltur lærðum við að leysa vandamálið.

-Við fórum að heiman snemma á morgnanna til að leika okkur allan daginn og komum aftur heim í kvöldmat Enginn hafði möguleika á því að ná í okkur yfir daginn.

-Engir farsímar. Ha, engir farsímar? Óhugsandi! Sumir áttu litlar talstöðvar sem var flott að eiga!

-Við áttum ekki Playstation, Nintento 64, X-box, enga tölvuleiki, ekki fjölmargar rásir í sjónvarpinu, ekki video, ekki gervihnattasjónvarp, ekki heimabíó, farsíma, heimilistölvu eða spjallrásir á Internetinu.

-Við eignuðumst vini! Við fórum bara út og fundum þá.

-Við duttum í skurði, skárum okkur, fótbrotnuðum, brutum tennur, en enginn var kærður fyrir þessi óhöpp. Þetta voru jú óhöpp. Það var ekki hægt að kenna neinum um? nema okkur sjálfum. Manstu eftir óhappi?

-Við slógumst, urðum blá og marin og lærðum að komast yfir það.

-Við lékum okkur í nýbyggingum, fundum upp leiki með naglaspýtum og drasli og átum Maðka og reyktum njóla. Þrátt fyrir aðvaranir voru það ekki mörg augu sem duttu út og ekki lifðu maðkarnir inni í okkur til eilífðar og margir gáfust upp á fyrsta njólanum!

-Við hjóluðum eða gengum hvert til annars, bönkuðum á dyrnar, gengum inn og létum eins og heima hjá okkur.

-Við lékum okkur úti eftir kvöldmat, fórum í fallin spýta, eina krónu, eltingaleik eða feluleik, svo ekki sé minnst á löggu og bófa. Svo þegar aldurinn sagði til sín fórum við í kossaleik og eignuðumst kærustu/kærasta.

-Það þurfti engar félagsmiðstöðvar eða neina til að stjórna okkur - Við stjórnuðum okkur sjálf.

-Sumir nemendur voru ekki eins glúrnir og aðrir, þeir lentu í tossabekk. Hræðilegt.... En þeir lifðu af.

-Engin vissi hvað Rítalín var og engin bruddi pillur sem barn.

-Við fórum í sunnudagsskóla eða sóttum KFUM og K, sungum og vorum í Skátunum og lærðum hnúta og kurteisi.

-Ef það sprakk á hjólinu lagfærðum við það í sameiningu og alveg sjálf.

-Morgunkornið okkar var m.a. TRIX morgunkorn, og við lifðum af litarefnið í því...
 OG AFLEIÐINGIN ER ÞESSI!
 Síðustu 50 ár hafa verið sprengja nýsköpunar og nýrra hugmynda. Við áttum frelsi, sigra ósigra og ábyrgð og við lærðum að takast á við það allt saman. Við sem ólumst upp áður en löggjafi og stjórnvöld settu lög og reglur um líf okkar sem þeir segja að sé 'okkur sjálfum fyrir bestu'?.Þessi kynslóð hefur alið af sér fólk sem er tilbúið að taka áhættu, góð að leysa vandamál og bestu fjárfestar nokkru sinni.

Við áttum bara gott líf er það ekki?
 

Þarf ekki

að fá annarra manna brandara lánaða, ég þarf greinilega bara að líta í kringum mig og horfa og hlusta á aðra fjöslkyldumeðlimi Wink

Í gærkvöldi fékk ég þá snilldarhugmynd að fara upp að nýja hverasvæði og ná mér í svolítinn leir, já sko í lækningarskyni (er að finna góð ráð til þess að hjálpa rafvirkjanum að losna við exemið sem honum áskotnaðist svona alveg ókeypis í vetur) tók smá leir og set hann í þennan fína tupperware dall og lok ofaná (hvaða húsmóðir á ekki svoleiðis dalla sem hreinlega velta á móti manni þegar maður opnar vissa skápa í eldhúsinu, reyndar einn kostur við þá þeir brotna ekki)

Í dag þegar elsku klaufdýrið mitt kemur heim úr vinnu, sársvangur eins og alltaf, kíkir hann í dolluna góðu og sér ummm súkkulaði og stingur fingrinum í og fær sér stóra slummu beint í munninn W00t 

Þegar við förum að hlægja að þessu hér í kvöld segir gulldrengurinn: ég hélt líka að þetta væri súkkulaðikrem og ætlaði að fá mér en fannst lyktin eitthvað skrítin og hætti við Crying

Hér eru þessar elskur á Reykhólum um helgina, klaufdýrið vildi endilega koma með ma og pa og af því að þeir voru svo stilltir strákar að þá gaf mamma lillunum sínum sleikjó Heart

 

 


Soldið fljótfær ;0)

Hulda sem var komin á efri ár, var að hita sér kaffi í eldhúsinu þegar álfkona birtist allt í einu fyrir framan hana.

“Þú hefur lifað mesta fyrirmyndarlífi,” sagði álfkonan, og ég er komin til að verlauna þig og veita þér þrjár óskir.

Þú getur beðið um hvað sem þú villt og ég þarf ekki annað en sveifla töfrasprotanum til að þér veitist það.”

Hulda var nú heldur vantrúuð á þetta en ákvað í tilraunaskyni að biðja álfkonuna að breyta kaffikönnunni í peningahaug.

Álfkonan sveiflaði töfrasprotanum og kaffikannan varð að heilunhaugi af peningaseðlum.

“Jahérna!” kallaði Hulda upp yfir sig.

“Þetta er þá ekkert gabb!

Geturu kannski gert mig unga og fallega?”

Álfkonan sveiflaði aftur sprotanum og áður en varði sá Hulda í speglinum að hún var orðin ung og fögur.

“Tja, en nú langar mig að biðja þig að breyta elsku gamla kisa mínum í glæðsilegan, ungan mann.”

Álfkonan brást vel við því og fór síðan, en skildi Huldu eftir í eldhúsinu ásamt unga fallega manninum sem hafði verið kötturinn hennar.Hulda sneri sér að honum og dæsti:

“Loksins! Nú vil ég að við elskumst allan liðlangann daginn og nóttina!”

Ungi maðurinn leit á hana og sagði síðan skrækróma:

“Þá held ég nú að þú hefðir ekki átt að fara með mig til dýralæknisins til  að láta gelda mig góða!”


Sumarbros til kvenna

Þegar ég var yngri, vóg ég nokkrum kílóum minna. Ég þurfti aldrei að halda maganum inni þegar ég fór í þröngan kjól.

En nú, þegar ég er orðin eldri, hefur líkami minn brotist til frelsis. Og um þann hluta hans sem einu sinni var mitti, eru þægileg teygjanleg efni. Ítölsku skórnir þurfa að vera tveim númerum stærri en áður, ef ég kem þá fótunum yfirleitt í þá, og skrefbótin á sokkabuxunum sígur allt of oft niður undir hné. En ég hef einnig lært að það skiptir engu máli hvað gerist, eða hversu dimmt virðist yfir öllu í dag. Lífið heldur áfram og á morgun kemur betri dagur.

Ég hef lært, að það segir mikið til um manneskjuna hvernig hún bregst við þessum þremur hlutum 1. Rigningardegi 2. Týndum farangri 3. Flæktu jólatrésskrauti. Ég hef lært, að óháð því hvernig samband okkar er við foreldra okkar, komum við til með að sakna þeirra, þegar þau eru horfin á braut.

Ég hef lært, að það að verða sér úti um peninga og hluti, er ekki það sama og að skapa sér líf. Ég hef lært, að af og til býður lífið okkur upp á annað tækifæri. Ég hef lært, að maður getur ekki farið í gegnum lífið með hornabolta-hanska á báðum höndum. Öðru hvoru verður maður líka að gefa boltann til baka. Ég hef lært, að þegar ég ákveð eitthvað beint út frá hjartanu, þá hef ég yfirleitt hitt á hina einu réttu ákvörðun. Ég hef lært, að þó að ég sé sár, þurfi ég ekki að særa aðra. Ég hef lært, að á hverjum degi eigi maður að rétta öðrum höndina. Allir þurfa hlýjar hugsanir og vinalegt klapp á axlirnar. Ég hef lært, að ég er alltaf að læra eitthvað nýtt. Ég hef lært, að það sem þú segir og gerir vill gleymast, en fólk gleymir ekki hvernig þú lætur því líða.

Sendu þessa orðsendingu til frábærra kvenna í dag og eitthvað gott verður á vegi þínum... Þú hefur í það minnsta sagt öðrum konum að þér finnst þær frábærar, og kannski færðu þær til að brosa. En ef þú ekki gerir þetta... þá bilar rennilásinn og sokkabuxurnar rúlla niður á hæla, þangað sem ítölsku skórnir meiða þig...!

Góða helgi Smile


17. júní 2008

Blómin springa út, og þau svelgja í sig sól (hún er komin) sumarið í hámarki (alveg viss) og hálft ár enn i jól (alveg viss) í hjarta sínu fólkið gleðst og syngur lítið lag því lýðveldið Ísland á afmæli í dag.....

Fjallkonan í múnderingu prílar upp á pall pent hún les upp ljóð eftir löngu dauðan kall....Rigning bindur enda á þetta gleði geim er gáttir opna himins og allir fara heim ..............já svona er ég nokkurvegin viss um að dagurinn í dag verði, samt er ég ekki viss um að rigningin komi en það er 17. júní svo klæðið ykkur eftir veðri og verum STOLT AÐ VERA ÍSLENDINGAR  Gleðilega hátíð

 


Frábær helgi

á einum af fallegasta stað á Íslandi, í óska veðri og góðum félagsskap.

Við fórum inn í Þórsmörk á föstudag með eitthvað af stuðboltunum úr vinnu rafvirkjans og já við á okkar FJALLABÍL og ekki nóg með það heldur var skuldahali systur minnar hangandi aftaní Pinch 

Þórsmörk er einn fallegasti staðurinn á Íslandi stórbrotið landslag ásamt öllum sínum kynjaverum og myndefnið var meir en nóg enda tók ég 155 myndir og hefði gjarnan vilja taka fleiri en hér eru nokkrar njótiði


Fyrir 20. júní

Kæru vinir nú er bara að senda inn ykkar frábæru tillögur að nafni fyrir nýja hverinn:

Um tvöhundruð tillögur hafa borist um nafn á stóra leirhverinn á Reykjum í Ölfusi sem myndaðist í Suðurlandsskjálftanum. Nöfnin eru það mörg að dómnefnd íhugar að nota sum þeirra á aðra nýja hveri sem einnig hafa orðið til á svæðinu.

Hverinn myndaðist í skjálftanum þann 29. maí og vakti strax mikla athygli, enda ógnarstór. Fljótlega fóru menn að velta því fyrir sér hvað hann ætti að heita og ákváðu starfsmenn Garðyrkjuskólans að kalla eftir hugmyndum. Þær hafa ekki látið á sér standa og segir Guðríður Helgadóttir, staðarhaldari á Reykjum, að komnar séu um tvöhundruð tillögur.

Þeir sem hafa hugmyndir geta sent þær á gurry@lbhi fyrir 20. júní því eftir það hyggst dómnefnd á vegum Landbúnaðarháskólans setjast yfir tillögurnar. Og líklegt er að nokkrar tillögur muni nýtast því fleiri hverir hafa myndast á Reykjatorfunni eftir skjálftann og áformar dómnefndin að nýta einhver nafnanna á þá.


Það vantar nafn

á þennan, dettur þér eitthvað í hug?

DSC00485


Og ég beið og beið.............

ÉG BÍÐ ENN.

Ég gerði allt sem mér var sagt !

Sendi email til 10 mans eins og ég átti að gera.

att38825141.gif

Ég er ennþá að bíða eftir að kraftaverkið gerist.

~~~~

Til allra vina minna sem á síðasta ári sendu mér keðjuverkandi email með loforðum…………….

Þar sem mér var lofað englavernd og kærleika ást og hamingju að ég tali nú ekki um hinn fullkomna eiginmann og elskhuga. Loforð um heppni í bunkum, kraftaverkum og hamingju.

Ef ég myndi áframsenda þessi email til að minnsta kosti 10 vina minna.

(Sem ég að sjálfssögðu gerði samviskusamlega)
EKKERT AF ÞVÍ BULLI VIRKAÐI !!

Þess vegna bið ég ykkur kæru vinir um að senda mér bara:” pening , vodka, súkkulaði, bíó miða,

bensíninneign eða sólarlandaferð að eigin vali í staðin”.

Með fyrirfram þökk og kærleika.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband