Íslenskir dómstólar

 Tveir dómar sama dag á sama landinu.

Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann í eins árs fangelsi,
þar af níu mánuði skilorðsbundna, fyrir hrottafengna árás og nauðgun
gagnvart unnustu sinni. Þá var hann dæmdur til að greiða henni rúmar
*sex hundruð þúsund *krónur í miskabætur.

Hæstiréttur hefur dæmt Hannes Hólmstein Gissurarson til að
greiða Auði Laxness, ekkju Halldórs Laxness, *eina milljón og fimm*

*hundruð þúsund
* í fébætur fyrir brot á höfundarrétti í fyrsta bindi af
ævisögu Halldórs. Þá er Hannes Hólmsteinn dæmdur til að greiða 1,6

milljónir
í málskostnað.

Hvor konan ætli hafi þjáðst meira, andlega og líkamlega?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ekki gleyma tíu millunum sem móðir var dæmd til að greiða er dóttir hennar skellti hurð á höfuð kennara.  Dómar í dag eru að misbjóða manni algjörlega.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.3.2008 kl. 18:46

2 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Spurningin er kannski hvort ekki er eitthvað bogið við gildismat þeirra sem semja lögin frekar en þeirra sem er svo gert að framfylgja þeim

Soffía Valdimarsdóttir, 15.3.2008 kl. 11:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband