Sjálfsvorkunnarblogg

ég er nú ekki kirkjurækin kona, en er Guðslifandi fegin fyrir að fá páskafrí, kærkomið frí er orðin langþreytt á þessum vetri og erlinum sem hefur fylgt honum.

Ekki það að ég sofi fram eftir öllu, heldur að losna við að rífa sig upp á morgnanna og haska sér í vinnu, þá er það yndislegt að geta hellt sér upp á kaffi og verið í rólegheitum svona fram að hádeigi.

Fórum á Hótel Örk í gærkvöldi þar sem að Pabbinn var sýndur, ég hló út í eitt svo ég tali nú ekki um krónískan hissasvip á feðrum ofl. þið sem eigið börn eða ætlið ykkur að eignast börn bara verðið að sjá þessa sýningu Grin Sáum eiginlega mest eftir því að hafa ekki tekið klaufdýrið og gulldrenginn með.

En skátarnir búnir að koma með páskaliljurnar, búið að týna upp ungana, vonandi eigið þið gott frí um páskana og njótið þess að vera með fjölskyldunni, það ætla ég að gera og svona eina skýrslu í þroskasálfræði svo ég haldi dampi Shocking


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég get ekki lesið neina sjálfsvorkunn út úr þessu bloggi Hulda mín.  Þar skín frekar gleði og ánægja ef þú spyrð mig.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.3.2008 kl. 10:14

2 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Njóttu bara vel morgunsopans Hulda mín..þú átt hann svo sannarlega skilinn.

Leitt að þurfa að drösla þér á fætur á mánudaginn til að setja saman kransakökuna dúllan mín...heyrumst síðar í dag.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 21.3.2008 kl. 11:28

3 Smámynd: Vilborg

Hafið það sem allra best um páskana!

*KNÚS*

Vilborg, 21.3.2008 kl. 14:53

4 identicon

Gleðilega Páska

kveðja úr Mosfellsbænum

Dísa frænka (IP-tala skráð) 21.3.2008 kl. 18:48

5 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Takk, stelpur mínar og gleðilega páska

Og Katrín ég hlakka til að setja saman kransaköku og njóta dagsins með ykkur

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 21.3.2008 kl. 20:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband