Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Kæri Guðlaugur Þór

Þannig er mál með vexti að tengdamóðir mín(sem býr ein) fór í aðgerð fyrir tveimur vikum. Hún var lögð inn á mánudagsmorgni á Lanspítalann Háskólasjúkrahús við Fossvog. Aðgerðin gekk vel.

Á þriðjudag förum við í heimsókn til hennar og á miðvikudegi ætlar barnabarn hennar að heimsækja hana. En viti menn enginn amma !!!! Það var búið að flytja hana á Sjúkrahús Suðurlands. Á fimmtudegi hringir dóttir hennar á Lanspítalann Háskólasjúkrahús við Fossvog og þá er henni tjáð að hún hafi verið flutt deginum áður.

Ekkert af hennar aðstandendum var látið vita af flutningunum, við áttum bara að finna þetta á okkur.

Ekki væsti um tengdó á Sjúkrahúsi Suðurlands.

En í gær var hún útskrifuð þaðan með þau skilaboð að hennar biðu lyf í apótekinu í Hveragerði. Ég fer svo í apótekið um hálf sex í gær og viti menn engin lyf !!!! Ég leita á náðir samstarfskonu minnar sem er hjúkrunarfræðingur. Hún hringir í SS (Sjúkrahús Suðuralnds) fær þær upplýsingar að þetta séu eftirritunarskyld lyf. Sem þýðir ekki er hægt að símsenda lyfseðil og stofnunin sem ég vinn hjá liggur þar af leiðandi ekki með slík lyf í lyfjaskápum. En ég er beðin um að koma á SS og fá lyfjaskammt fyrir kvöldið og morgunin. (Því ekki gat hún verið án þeirra).

Ég brenni á Selfoss og þær láta mig hafa lyfin og segja mér jafnframt að gleymst hafi að láta lækninn hennar vita af útskriftini og þess vegna var enginn lyfseðill. Ég var beðin að koma á SS milli 14 og 15 í dag og sækja lyfseðilin.

Þar sem ég er í vinnu og á skilningsríka yfirmenn fæ ég að skreppa á SS og þar bíður lyfseðill.

Allt í lagi ég lýk mínum vinnudegi og fer í apótekið.

Nei því miður þetta lyf er ekki til en það kemur á morgun !!!!!!

Ég bið apótekarann að kanna hvort lyfið fáist á Selfossi, hann hringir jú það er til ein pakkning !!!

Ég brenni í Lyf og heilsu á Selfossi. Þar fæ ég þau svör að nei því miður síðasta pakningin var að seljast en það kemur í fyrramálið !!!! Þegar hér var komið í sögu var ég orðin verulega reið !!! Ég átti eitt apótek eftir annars var það að bruna í Rvk.

Þökk sé fyrir Árnesapótek það bjargaði því sem bjarga varð sem sagt geðheilsu minni.

Kæri Guðlaugur Þór ef þú skyldir ramba inn á bloggið mitt og lesa þetta þá er skilaboðin til þín:

ÞAÐ VERÐUR AÐ GERA HEILBRIGÐISKERFIÐ SKILVIRKARA OG MANNLEGRA, því annars töpum við sem eigum að teljast heilbrigð GEÐHEILSU OKKAR og þá fyrst erum við í verulegum bobba því á sviði GEÐHEILBRIGÐIS FINNAST EKKI ÚRLAUSNIR Í OKKAR HEILBRIGÐISKERFI.

Góðar stundir

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband