Þunnur dagur !!!
5.5.2007 | 13:37
Sumir dagar eru þynnri en aðrir
sérstaklega geta laugardagar og stundum sunnudagar verið svolítið þunnir
Það á einkum við þegar kvöldið áður hefur verið með líflegra móti
eins og gærkvöldið reyndist hjá mér. Við hittumst hér í Klettahlíðinni nokkrar samstarfskonur að kveðja
tvær yndislegar manneskjur sem hafa unnið með okkur um nokkurt skeið. Þær halda nú á vit nýrra ævintýra önnur þeirra vestur í Djúp og hin hún Álný okkar ætlar að fara austur á firði að rækta ÁL
enda það víst mun betur borgað en að þjóna og sinna fólki á dvalarheimili
Ég hugsa stundum að það væri eflaust betur borgað ef við myndum taka GAMALT ÁL Í VISTUN Á Í STAÐIN FYRIR GAMALT FÓLK
En við skemmtum okkur konunglega og létum meir að segja gott af okkur leiða þar sem Lions klúbbur 810 var með dansleik til styrktar Skátafélaginu Strók (aðstaða þeirra sprakk með látum á gamlársdag hérna um árið) Svo við örkuðum á dansleik og gengum heim í nótt ÞVÍ EINU SINNI SKÁTI ÁVALLT SKÁTI og létum ekki norðangoluna angra okkur
En æi í staðin FÆ ÉG ÞUNNAN DAG Í DAG
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt 6.5.2007 kl. 11:47 | Facebook
Athugasemdir
Mín kæra.....
Þetta er of flókið fyrir mig hérna í þessu nýja umhverfi þínu..... þetta er að vísu mjög flott allt en..... að senda kveðju hún birtist hvergi fyrir mér kveðjan sem ég sendi..... og engar myndir jamm.....of flókið fyrir mig..... en get þó lesið pistlana þína og það er alltaf gaman, ég pistla sjaldnar en lengra í einu eins og þú ert búin að átta þig á mín kæra.....
En það var sem sagt mjög gaman í gær hjá þér.........jibbý....
Knús frá mér og mínum......mitt í flísalögnum og fúuryki..... Beta sín....
Beta (IP-tala skráð) 5.5.2007 kl. 17:51
Átt alla mína samúð Hulda mín. Hér í okkar litla en menningarlega bæ lýkur djammi ef á það er farið..kannski svona á nokkurra mánaða fresti... klukkan 23.20 eða þegar pöbbnum lokar og þá er haldið heim að sofa. En þá eru íslendingar svona að byrja að hugsa sér til hreyfings og eyða svo nóttinni úti og deginum á eftir úti á túni...hehe.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 6.5.2007 kl. 13:09
já takk fyrir kveðjurnar,
Ég hef sjaldan skemmt mér jafnmikið (og það hefur sjaldan verið jafn óþægilegt að þrífa í vinnunni..)Gott ef ég er ekki bara gengin langleiðina að mjaðmabeinum (ella mynda kalla það eh annað)eða dönsuð réttara sagt.
Minns er bara hálf fullur af söknuði svona rétt í blálokin.
Þið eruð náttúrulega bara frábærar. En ég kem til með að ofsækja þig enn meira á blogginu og gott ef hinar verða ekki bara að fara að blogga líka.
Ég kíki eftir helgi á ykkur með smá glaðning;)
Over and out
Álný Fáskrúðuga (IP-tala skráð) 11.5.2007 kl. 18:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.