Krónískur sjúkdómur
8.5.2007 | 18:26
Unglingurinn á heimilinu (eða öllu öllu heldur ungi maðurinn) er haldin krónískum sjúkdómi
hann erfist ekki frá föður til sonar heldur beint frá móður (a.m.k. í þessu tilviki) Sjúkdómurinn felst í að tala sem mest um tegundir, árgerðir, keilur, hestöfl, liti, áferð, og GTi, V6, iii og svo romsar hann út úr sér tölum sem minna einna helst á tölurnar á strikamerkjum
Allir hlustendur eru vel þegnir og skiptir þá engu hvort þú getir tekið þátt eða ekki
Svala verður þörfinni á sjúkdómum með því að eiga ekki sama eintakið of lengi
Hann er ennþá bara 18 og hefur þegar átt þrjú eintök
og er strax farin að huga af því fjórða
Ekki höfum við fundið viðeigandi lækningu fyrir drenginn en allar upplýsingar eru vel þegnar. Sjúkdómurinn hefur reyndar fengið nafnið BÍLADELLA og hann er víst ekki sá eini á landinu og heldur ekki í minni fjölskyldu
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.