Fánabrengl í Hveragerði
17.5.2007 | 10:23
Þessa frétt var að finna á síðum DV í vikunni : Aðfaranótt kjördags hljóp hrekkur í Hvergerðinga. Einhver hafði tekið sig til og flutt flokksfána á milli kosningaskrifstofa. Þegar frambjóðendur á lokaspretti mættu á kosningaskrifstofurnar hékk fáni Vinstri grænna við skrifstofu Sjálfstæðisflokks, vinstri græn höfðu breyst í Samfylkingingu, frjálslyndir voru orðnir af framsóknarmönnum og þannig koll af kolli. Framsóknarmenn töldu það morgunljóst að þarna væri á ferðinni fyrrum frambjóðandi Vinstri-grænna sem gengið hafði til liðs við Frjálslyndaflokkinn. Frjálslyndir töldu það aftur á móti að Framsóknarmenn hlytu að vera sökudólgarnir !!!!!!!!!!
En þar sem ég veit betur var þetta saklaust grín nokkurra óflokksbundna ungra manna sem voru að kjósa í fyrsta skipti og fannst kosningabaráttan heldur dauf. Þeir ákváðu upp á sitt einsdæmi að hressa aðeins upp á hana. Þetta er bara fyndið þeir skemmdu ekkert og meiddu engan HAHAHAHAHHA
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Þetta er grafalvarlegt mál...verður ekki að kjósa aftur?
Og ætli úrslitin yrðu önnur en þau sem eru???
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 17.5.2007 kl. 14:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.