Góðar bækur !
24.5.2007 | 20:26
Eins og það er gott að lesa góða bók þá hefur farið helst lítið fyrir því hjá mér undanfarið þar sem ég hef verið með trýnið ofan í námsbókunum
Vel á minnst þá náði ég báðum prófunum
En mig langar að benda ykkur á EINSTAKAR bækur sem vert er að skoða og ég skal lofa ykkur að þær taka ekki mikinn tíma frá ykkur GÓÐA SKEMMTUN
Flöskvalaus iðrun - eftir Árna Johnsen
Stjórnmálaflokkur sem ég á eftir að prófa - eftir Kristin H. Gunnarsson
Tískuhandbók tölvufræðings
Framfarir í mannréttindamálum í Kína
Hlutir sem ég hef ekki efni á - eftir Björgúlf Thor Björgúlfsson
Villtu árin - eftir Geir Haarde
Hvernig halda á formannssæti - eftir Össur Skarphéðinsson
Félagatal Framsóknarflokksins
Kúnstin að vera krúttilegur - eftir Gunnar Birgisson
Vinsælustu lögfræðingar landsins
Hvernig bjóða á útlendinga velkomna - eftir Jón Magnússon
Úr fréttum inn á þing - eftir Ómar Ragnarsson
Hafarnaruppskriftir - Náttúruverndarsamtök Íslands
Þingmannsárin - eftir Jón Sigurðsson
Það sem mér líkar í fari framsóknarmanna - eftir Steingrím J. Sigfússon
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt 26.5.2007 kl. 15:01 | Facebook
Athugasemdir
Hahahaha!
Til hamingju með prófin
Heimir Eyvindarson, 24.5.2007 kl. 23:14
Þetta eru svona "sjálfshjálpar" bækur - við hér munum örugglega glugga í þær allar reikna ég með - bara snilld.

Til lukku með prófin- kominn helmingur hjá mér - vona að hitt sleppi.
Eygló Kr. (IP-tala skráð) 24.5.2007 kl. 23:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.