Innansveitarkrónikan
31.5.2007 | 21:39
og af skólamálapólitík hér í 810. Hér í 810 er rekin fyrirmyndarskóli Grunnskólinn í Hveragerði hann hefur eflst og stækkað á undanförnum árum. Ég tel mig þekkja skólann "okkar" ansi vel þar sem ég er búin að fylgja eldri syni mínum allan grunnskólann og hálfnuð með að fylgja þeim yngri. Þar hef ég starfað í öflugu foreldrafélagi, bæði sem tengill, setið í stjórn foreldrafélagsins, ásamt því að vera áheyrnarfulltrúi í skólanefnd og síðast en ekki síst FORELDRI.
Skólinn hefur breyst á þessum 14 árum og bara til hins betra, nú þykir kennurum eftirsóknarvert að starfa við skólann. En það þykir líka jafnáhugavert að vera aðstoðarskólastjóri þar. Nú á vordögum var ráðin einn slíkur í viðbót við þann sem fyrir var.
Með fullri virðingu við þann sem leysti af, (hef ég bara gott af honum að segja) þá tel ég hvorki hagsmunum skólans né fjármunum bæjarnis vel varið með því að hafa einn skólastjóra og tvo aðstoðarskólastjóra á fullum launum. Hefði talið fjármunum bæjarns betur farið að styrkja skólann með öðrum hætti. Ég undrast á því að þegar tekjur bæjarins fara að meirihluta í rekstur skólans að svona sé að málum staðið. Ég undrast einnig yfir því að ekki sé búið að tilkynna foreldrum frá ráðningunni með fréttabréfi, því okkur varðar málið alveg jafn mikið og starfsfólki skólans.
Ekki "bruðla" með peninga, notum þá heldur í það SEM OKKUR ER NAUÐSYNLEGT en ekki í það sem VIÐ HÖLDUM AÐ OKKUR VANTI
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.