Aðeins að íslenskri knattspyrnu
22.6.2007 | 11:40
að því ég er um það bil að fara með"gulldrenginn" minn á fótboltmót um helgina.
Ég tel mig nú ekki vera neinn sérfræðing í knattspyrnu þó ég hafi nú aðeins spilað hana sjálf og tekið þátt í því að koma kvennaflokk á legg í minni gömlu heimabyggð Mosfellsbæ. En þar sem búa þrír karlmenn á mínu heimili fer ég ekki varhug af allri umræðunni um fótboltan hvort sem mér líkar betur eða verr. Í framhaldi að því held að ég hafi komist að þeirri niðurstöðu hver sé munurinn á kvenna og karlaknattspyrnu !!!!!!
Munurinn felst að miklu leiti í því að við (konur) förum í hvern leik fyrir sig og látum ekki fyrri leiki trufla okkur !!!! Hvernig þá ?? Nú karlarnir muna"síðasta" leik í smáatriðum ég meina hvaða kona man hver sendi boltann á Rikka Daða þegar hann skoraði í landsleik á móti Ítölum eða Frökkum (man ekki hvort) eða hvort hornspyrnan á 6 mín var flott eða ekki. Þeir velta sér upp úr smáatriðunum og geta eytt mörgum klukkutímum í að tala um "gamla" fótboltaleiki.
Það er ekki það sama að læra af mistökum sínum og velta sér upp úr vandamálunum
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.