Jæja strákar bara alltaf verið að grilla

Grilltímabilið í hámarki. Allir að grilla. Húsmæður gleðjast yfir því að þurfa ekki að standa yfir pottunum, því bóndinn sér um grillið. VEI!

  • Þannig gengur þetta fyrir sig:

Frúin kaupir í matinn.

Frúin býr til salat, græjar grænmeti sem á að grilla, og býr til sósu.

Frúin undirbýr kjötið. Finnur til rétta kryddið, setur kjötið á bakka ásamt grilláhöldum.

Bóndinn situr við grillið, með bjór í annarri

  • Lykilatriði:

Bóndinn setur kjötið á grillið!

Frúin fer inn, finnur til diska og hnífapör.

Frúin fer út, og segir bóndanum að kjötið sé að brenna.

Bóndinn þakkar henni fyrir, og biður hana um að koma með annan bjór á meðan hann tæklar ástandið.

  • Annað lykilatriði

Bóndinn tekur kjötið af grillinu, og réttir frúnni.

Frúin leggur á borð.Diskar, hnífapör, sósur, salöt og annað meðlæti, ratar á borðið.

Eftir matinn gengur frúin frá öllu.

  • Mikilvægast af öllu:

Allir þakka BÓNDANUM fyrir matinn, og hversu vel HONUM tókst upp.

Bóndinn spyr frúna hvernig henni hafi líkað frídagurinn“...og eftir aðhafa séð svipinn á henni, ákveður hann að það sé ómögulegt að gera konum til geðs!

Ég skal nú segja ykkur svona á milli vina þá GRILLA ÉG LÍKA !!!!!!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband