Brókarlaus helgi

er það kallað á mínu heimili þegar börnin eru að heiman og hjónin ein í kotinu Wink Veit ekki hversu mikið "brókarlaus" þessi helgi er búin að vera Errm En ég er að mestu búin að vera "home alone" Crying Unglingurinn og tengdadóttir fóru norður svo austur á MÍNUM bíl með kerrukotið í eftirdragi og gulldrengurinn fór vestur og verður fram á þriðjudag að tína ber og veiða í soðið W00t vonandi.

Rafvrikinn er búin að vera mjög natin að sinna "viðhaldinu" en sá sér fært um að fara með sína heitkonu á drossíu unglingsins á menningarnótt í gærkveldi W00t Við höfðum einmitt orð á því að í allri mannmergðinni hittum við bara fólk sem við umgöngumst dags daglega og ekki að það sé neitt slæmt nei af og frá Wink áttum mjög góða stund á Klambratúni með þeim.

En við gátum nú eytt smá tíma í að karpa um nafnið á túninu svo úr varð að ég fór á Klambratún en rafvirkinn á Miklatún Sideways

En í kvöld "slasaði" rafvirkinn sig W00t Hann fór upp á loft og rak hausinnn í nagla Shocking og hér var allt eins og í versta sláturhúsi Frown Svo ég segi honum að drífa sig til læknis það þurfi örugglega að sauma Frown hann þrjóskaðist við en lét svo til leiðast ef hann færi einn Heart Já hann gat alveg farið einn mín vegna Shocking

Eftir tuttugu mínútur kom hann heim (jafn langur tími og tekur að keyra á milli Selfoss og Hveragerðis fram og til baka) og ég voða hissa W00t Bara kominn !!!!

Nei hann hefði getað sparað bensínið því þetta var víst bara SMÁSKRÁMA Blush og nú liggur hann í þunglyndi yfir því að hafa farið til læknis út af SMÁSKRÁMU.........

 



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Svavarsson

Skemmtileg frásögn og gott að það var bara skráma það hefði getað farið verr, en svo vona ég að hann sé í hæfilegu stuði. Kær kveðja

Jón Svavarsson, 21.8.2007 kl. 00:58

2 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Skal segja þér Jón að rafvrikinn minn er alltaf í stuði ... en þegar kemur að læknaheimsóknum hjá honum eru það yfirleitt bráðtilfelli því að öllu jöfnu fer hann ekki til laæknis !!!

Takk

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 21.8.2007 kl. 13:46

3 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Átti reyndar að vera takk fyrir að gerast bloggvinur minn þó ég viti ekki nokkur deili á þér !!!!

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 21.8.2007 kl. 13:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband