Millakvóti

Held að Hveragerðisbær ætti að setja auglýsingu í sunnudagsmoggan hún gæti hljóðað eitthvað á þessa leið :

Hveragerðisbær auglýsir eftri "MILLA"  gott útsvar æskilegt, fjölskylduhagir lágmark þrjú börn helst tvö á Grunnskólaaldri og eitt á leikskólaaldri (má vera öfugt) Æskilegt er að börnin stundi einhverjar íþróttir, þar sem íþróttaaðstaða barna í Hveragerði er að vera óviðunnandi og góður styrkur kæmi sér vel eins að þau séu áhugasöm um skáta og önnur félagsstörf.

Í boði er lóð hvar sem þú vilt í bænum, stærð húsnæðis á byggingareit AUKAATRIÐI !!!

Hveragerðisbær hvetur bæði konur jafnt sem karla að sækja um þó svo að æskilegra sé að MILLINN sé karlmaður þar sem meiri líkur eru á hærri tekjum hjá honum.

Einnig kemur til greina að ráða fleiri en einn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Er ekkert að gerast í Hördígördí?

Jóna Á. Gísladóttir, 18.9.2007 kl. 23:29

2 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Í verahvergi er íþróttahúsið löngu orðið og lítið og nú er svo komið að allur 4. flokkur í knattspyrnu þarf að fara til Þorlákshafnar til að stunda sínar æfingar inni

Og enn bý ég við ómalbikaða götu árið 2007

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 18.9.2007 kl. 23:48

3 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

En hér er gott að búa, en eins með margt hér sem annarstaðar sem betur má fara

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 18.9.2007 kl. 23:50

4 identicon

Ég borga nú minn skatt og mín vegagjöld með glöðu geði þótt það sé kannski í millamæli enn þá vil ég trúa því að það hafi pínu að segja á vogarskálina.

kv sæmi

Sæmi (IP-tala skráð) 19.9.2007 kl. 19:00

5 identicon

smá leiðrétting "ekki í millamæli átti það að vera" betra að hafa það á hreinu :)

Sæmi (IP-tala skráð) 19.9.2007 kl. 19:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband