Rómantík eða bara vandræðaleg móment
20.9.2007 | 17:33
Ég hef oft velt því fyrir mér hvað er rómantik og hvað ekki ?
Nú þegar dag fer að stytta er voða gaman að kveikja á kertum og dempa ljósin í myrkrinu og skapa sérstaka stemmingu (sbr. kertasýki mína).
Er það rómantík ?
Eða er það ekki bara huggulegt og notalegt að skapa smá stemmingu fá sér góðan kaffibolla og eiga gott spjall við maka, vini eða jafnvel börnin sín. Ég held (af því ég er svo ægilega gáfuð) að rómantík verði ekki búin til Heldur kemur hún þegar við síst eigum von á henni og er jafnvel vandræðaleg svo að maður meira að segja roðnar Ég set samasem merki á milli rómantíkur og "vandræðalegs moments".Hvað gerið þið?
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Kerti geta verið mjög rómantísk -- sérstaklega ef slökkvimaður á í hlut.
Halldór Sigurðsson, 20.9.2007 kl. 19:46
Þú hefur kannski lesið kertasýkis færsluna mína !!!
Þannig vill til að rafvirkinn minn er í slökkviliðinu (brunaliðinu) hér í 810
Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 20.9.2007 kl. 20:02
Rómantík er í mínum huga óræð jákvæð eða stundum tregablandin tilfinning/hugmynd/stemmning eða hugsýn sem heil þjóð, heimsálfa eða bara einn einstaklingur getur upplifað, eitthvað sem felur í sér von/væntingar um eitthvað meira en augað sér eða tungan talar.
Svo náttúrulega er menntaða kenningin eitthvað á þá leið að rómantík sé: Nýlega hryggbrotinn eða kokkálaður maður sem ráfar um harðneskjulegar óbyggðir svangur, kaldur og helst villtur líka, og getur ekki óskað sér neins heldur en að fá að deyja rétt við bæjardyrnar hjá elskunni sinni. Finnast svo þar í morgunsárið þar sem ættmenni hennar öll gráta örlög hans, fórnfýsi og þrautsegju. Toppurinn er svo auðvitað ef stúlkan springur af harmi og þau fá að hvíla í sömu gröf þar til jörðin tortímist í Ragnarökum - eða þannig.
Soffía Valdimarsdóttir (IP-tala skráð) 20.9.2007 kl. 21:43
Mér finst rómantík geta skapast allstaðar og einmitt eins og þú segir þegar við eigum síst von á henni...... ég á oft að mér finst rómantíska stund með sjálfri mér,,ein með kertaljós í baði og hvítvín, slaka á !!! Það er svo margt sem er rómantískt, en ég held að engin sé með eins hugmyndir um rómantík og það er eimitt gaman að spajalla um þetta málefni í góðra vina hóp og fá innsýn hjá öðrum.
Lóa Ingibergs (IP-tala skráð) 21.9.2007 kl. 09:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.