Ég og gulldrengurinn
28.9.2007 | 14:25
sitjum og bíðum eftir því að klukkan verði 14:45 því hann er að fara keppa á HSK móti í fótbolta við erum aðallega að bíða eftir að eftirlætis fótboltabuxurnar þorni
Ég skellti þeim í vél í morgun og hann (er vel upp alin) tók þær úr og setti á ofn
Ég bauð honum það áðan að setja þær í þurrkarann svo þær yrðu fljótari að þorna en NEI það má alls ekki því mamma hans Bigga gerði svoleiðis við buxurnar hans og þær urðu svo AUMAR á því !!!!!!! Og ekki vill hann eiga AUMAR fótboltabuxur
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.