Í bað með Bergsveini
30.9.2007 | 21:37
er það besta sem ég veit það er ekkert eins gott, eftir að að hafa setið við tölvuna heilan dag og lokið fjarnámsverkefnum vikunnar, að láta renna í heitt bað setja slakandi olíu í, kveikja á kerti kippa fartölvunni með inn á bað og setja geisladiskinn September á með Bergsveini eða Begga í Sóldögg !!!!
Ekki hélduði að ég færi með bláókunnugum manni í bað ???
Þessum disk fylgir líka alltaf smá nostralgía hjá mér sem minnir mig á árin sem ég var "ung" og áhyggjulaus
NÚ ER ÉG BARA UNG
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Ég vissi nú bara ekki betur en að maðurinn þinn héti kannski bara Bergsveinn
Bryndís R (IP-tala skráð) 30.9.2007 kl. 21:52
Nei hann er RAFVIRKINN
Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 30.9.2007 kl. 21:54
hehehe. Ég hóf lesturinn, verulega spennt.
Jóna Á. Gísladóttir, 30.9.2007 kl. 22:21
Og af hverju hefurðu eiginlega áhyggjur þú unga baðkona??? Löðrandi í ilmolíum og baðar þig í spegilmyndinni í kertaljósi sem gefur alltaf betri mynd af manni en í hvítu ljósi rafvirkjanna. Hnussaðu bara og njóttu þín með Bergsveini.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 2.10.2007 kl. 00:49
Engar áhyggjur er farin að elska þessi NOSTRALGÍU köst
og ég sem er 39 ára og 10 mánaða
Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 2.10.2007 kl. 22:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.