Karnival í Hveragerði
3.10.2007 | 21:38
60 ára afmæli Grunnskólans í Hveragerði Föstudaginn 5. október ætlum við að halda upp á 60 ára afmæli skólans. Við ætlum að hefja daginn á hefðbundinn hátt og kenna til kl. 9:20. Um kl. 9:30 ætla nemendur og starfsmenn að safnast saman úti á skólalóð og mynda töluna 60 með því að þjappa okkur saman. Ljósmyndari verður á staðnum til að taka mynd af viðburðinum. Þegar myndatöku er lokið verður farið í skrúðgöngu um nokkrar götur bæjarins. Nemendur mega vera í búningum og munu syngja og tralla við undirleik nokkurra hljómlistarmanna og heimatilbúinna hljóðfæra.Við munum leggja af stað frá Skólamörkinni, ganga niður Breiðumörk, austur Austurmörk, upp Grænumörk og fara hringtorgið við Heilsustofnun. Þaðan göngum við Heiðmörkina, upp Reykjamörk og endum á að koma vestur Fljótsmörkina. Þegar skrúðgöngunni er lokið munum við safnast saman inn í skóla þar sem boðið verður upp á súkkulaðiköku sem fulltrúar úr hópi foreldra sjá um að baka og drekkum Kappa með sem verður í boði Vífilfells.Áætlum að afmælisdeginum ljúki um kl. 12:30 og þá fara allir til síns heima.Þessi “karnival” dagur er upphafið á röð viðburða sem verða í skólanum allt þetta skólaár í tilefni af 60 ára afmælinu og verður tilkynnt um þá sérstaklega.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Til hamingju með afmælið Hveragerðis skóli.
Og hér er afmælisöngurinn
Halldór Sigurðsson, 3.10.2007 kl. 21:58
Já stelpan mín er ekkert smá spennt fyrir þessu. Er búin að vera að tala um þetta í allan dag.
Bryndís R (IP-tala skráð) 3.10.2007 kl. 22:15
Ekki síðri spenningur hér á bæ, í kvöld var búin til heimatilbúin "Helena"
Takk Halldór fyrir söngin vissi ekki að þú syngir svona vel !!!!
Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 3.10.2007 kl. 23:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.