Unglingurinn á afmæli
6.10.2007 | 10:12
í dag og er hann 19 ára Hann fer að komast af unglingsaldrinum svo ég held að ég verði að breyta bloggnafninu hans.
Einhverjar tillögur. Klaufdýrið kemur sterklega inn, þar sem hann getur verið klaufskur með eindæmum, Neyðarkallinn þar sem hann er í Hjálparsveitinni svo er hann náttúrulega Súperskáti, ofan á allt er hann að læra rafvrikjun eins og pabbi svo "ljósið hans pabba" er vel við hæfi.
En í afmælisdagabókinni segir um afmælisbörn dagsins:
Þú ert nákvæmur, árangursríkur, þróttmikill og vinnur störf þin af áhuga og krafti. Þú átt marga vini, sem dá þig. Þú ert vingjarnelgur, réttlátur og tillitssamur. Þú ert tryggur fjölskyldu þinni og átt fulla virðingu þeirra og ást.
Til hamingju með daginn
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Innilegar hamingjuóskir með drenginn...knúsaðu hann frá okkur!!
Mér finnst að nýja nafnið eigi að vera ljósið hans pabba..Heyri og sé svo fyrir mér þegar Hannes kallar þegar þeir eru að vinna saman.."Komdu hérna ljósið mitt með rafmagnsmælinn"..eða.."Og skora svo ljósið mitt...ekki láta þessa andskota ná boltanum ljósið mitt!
Svo mikið Hannes eitthvað
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 6.10.2007 kl. 10:30
Já Katrín takk fyrir "ljósið hans pabba" !!!!!
Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 6.10.2007 kl. 10:51
Til hamingju með drenginn. Ég sé nú ekki fyrir mér að ljósið mitt festist við hann! Mér finnst klaufdýrið betra. Like father like son.
Heimir Eyvindarson, 6.10.2007 kl. 15:11
Til hamingju með drenginn þinn.
Bryndís R (IP-tala skráð) 6.10.2007 kl. 19:07
Heimir eins og ég sagði þá kemur klaufdýrið sterklega inn
Takk Bryndís
Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 6.10.2007 kl. 21:00
Til hamingju með soninn ! Mér finnst nú hálf ótrúlegt að hann sé orðinn 19 og þið foreldrarnir alltaf jafn ung
Bestu kveðjur úr Mosó
Dísa
Dísa frænka (IP-tala skráð) 6.10.2007 kl. 21:55
Æ, takk Dísa mín
Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 6.10.2007 kl. 22:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.