Sit í þögninni
1.12.2007 | 16:04
og er að læra undir próf
Það er svona þegar maður byrjar lífið á vitlausum enda og situr núna uppi með fertugan (alveg að verða) heila og er að reyna láta heilasellurnar virka eins og þær séu ungar og sprækar með því að plata þær með ómældu magni af súkkulaði, snakki og öðru sem telst unglingafæða
En er búin að fá góðan frið í dag þar sem gulldrengurinn er á körfuboltamóti á Selfossi og rafvirkinn er sennilega að sjá til þess að jólaljósin komist upp hjá öllum öðrum en sér
Ég ætla nú að taka mér góða pásu og bregða mér yfir fjallið og kíkja á opnun málverkasýningar hjá svilkonu minni henni Katrínu Snæhólm og þiggja heitt kakó og piparkökur í tilefni að því.
Veit ekki hversu blogghæf ég verð næstu daga fyrsta próf á mánudag í siðfræði svo á þriðjudag í tölvufræði og loks síðasta prófið á föstudag í ritvinnslu.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Gangi þér vel í prófunum Hulda mín,
ótrúlegt hvað það er stutt í fertugsstaðreyndina úfffff
kv
Sæmi (IP-tala skráð) 1.12.2007 kl. 16:42
Jebb bara mánuður og maður er farin að SVITNA
og takk fyrir Sæmi minn
Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 1.12.2007 kl. 16:44
Hulda mín, ég fór í Garðyrkjuskólann 42 ára gömul. Ég var dálítið smeyk vegna þess að mér fannst ég vera orðin svo gömul. Fann svo út, að ég stóð mig bara ansi vel. Ég og heilinn minn, vorum orðin svo þroskuð, vissum svo mikið af hlutum sem skipta máli, að ég var orðin miklu þjálfaðri í að vinna. Kunni miklu betur að skilja hismið frá kjarnanum, og þar með gera mér allt léttara. Þannig vinnur tíminn með okkur elskuleg. Við búum að því sem við höfum pikkað upp í gegnum tíðina. Og það er okkur og heilanum okkar mjög mikið í hag.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.12.2007 kl. 17:09
Ég efast ekki um það Ásthildur og þetta hefur gengið hingað til (er sko á minni fjórðu önn í fjarnámi við FÁ) og ég lít á námið sem áskorun, svo lengi lærir sem lifir.
Takk
Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 1.12.2007 kl. 20:57
Þeir eru sem sagt saman á körfuboltamóti núna frændurnir!
Gangi þér vel í prófunum!
Vilborg, 2.12.2007 kl. 02:22
Já og Stefán hitti Sigurð í gær
Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 2.12.2007 kl. 09:23
þú hefur verið farin frá Katrínu þegar ég kom, eða hvað? Jú hlytur að vera, ég hefði tekið eftir þér. Hefði líka alveg verið til í að taka í spaðann á þér.
Gangi þér sem allra best í prófunum.
Jóna Á. Gísladóttir, 2.12.2007 kl. 23:09
Já það er skrítið þetta með heilann. Ég er nefnilega búin að vera soltið að prófa þetta með unglingafæðið við lestur og skriftir og það ekki gefist sérlega vel. En það er eins og heilinn geti bara ekki munað það - og þess vegna reyni ég alltaf aftur og aftur. Hins vegar man rassinn á mér alveg eftir hverju einasta helvítis súkkulaðigrammi sem hann svo mikið sem finnur lyktina af!
Soffía Valdimarsdóttir (IP-tala skráð) 3.12.2007 kl. 10:40
Takk allir saman
ég og súkkulaðirassin erum farin í próf, kannski teflonheilin fái líka að vera með
Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 3.12.2007 kl. 13:08
Gangi þér vel í prófinu í dag ljúfust.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.12.2007 kl. 13:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.